- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður stóð í Fjölni

Fjölnismenn fagna naumum sigri á Herði í Dalhúsum í dag. Mynd/Þorgils G - Fjölnir
- Auglýsing -

Fjölnismenn sluppu með skrekkinn í dag þegar þeim tókst að merja út sigur á Herði frá Ísafirði í hörkuleik í Dalhúsum í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þegar upp var staðið var tveggja marka munur Fjölni í hag, 35:33. Hörður var með yfirhöndina að loknum fyrri hálfleik, 16:15.


Eftir góðan sigur á ungmennaliði Selfoss um síðustu helgi þá mættu leikmenn Harðar fullir sjálfstrausts í Dalhús í dag og gáfu leikmönnum Fjölnis lítið eftir. Ekki vantaði mikið upp á að Ísfirðingar færu með annað stigið með sér vestur.
Fjölnir er með þessum sigri í öðru til þriðja sæti deildarinnar með 12 stig ásamt ungmennaliði Vals eftir átta leiki. Víkingur er á toppnum með 14 stig eftir átta leiki. HK er í fjórða sæti með 10 stig en á inni leik á liðin þrjú fyrir ofan.
Axel Hreinn Hilmisson stóð sig vel í marki Fjölnis og varði 17 skot.

Mörk Fjölnis: Elvar Otri Hjálmarsson 9, Alex Máni Oddnýjarson 6, Brynjar Óli Kristjánsson 5, Viktor Berg Grétarsson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Jón Bald Freysson 3, Aron Ingi Heiðmarsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2.
Mörk Harðar: Raivis Gorbunovs 7, Guntis Pilpuls 6, Daniel Wale Adeleye 4, Óli Björn Vilhjálmsson 3, Sudario Carneiro 3, Þorsteinn Sæmundsso 3, Þráinn Ágúst Haraldsson 2, Jón Ómar Gíslason 2, Ásgeir Óli Kristjánsson 1, Endijus Kusners 1, Aleksa Stafanovic 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -