- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður tók fram skóna – gat ekki skorast undan

Hörður Fannar Sigþórsson. Mynd/FB-síða Harðar Fannars
- Auglýsing -

Akureyringurinn Hörður Fannar Sigþórsson svaraði kalli félaga sinna í KÍF Kollafirði og dró fram handboltaskóna á dögunum. Hann lék í gærkvöld með KÍF þegar liðið vann ríkjandi meistara VÍF í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum um færeyska meistaratitilinn, 34:32, í framlengdum háspennuleik í Vestmanna.
Sigurinn tryggði KÍF oddaleik á heimavelli á fimmtudagskvöldið.


„Það er alltaf gaman að vinna í Vestmanna,“ sagði Hörður Fannar laufléttur í bragði við handbolta.is í morgun. Hann hefur búið í Færeyjum um langt árabil.


„Forráðamenn KÍF hringdu í mig í síðustu viku og spurðu hvort ég væri ekki til í að hjálpa aðeins til. Ég gat ekki skorast undan,“ sagði Hörður Fannar við handbolta.is sem hlakkar mjög til oddaleiksins í Kollafirði á fimmtudagskvöld enda kemur ekkert annað til mála en að vinna og leika til úrslita um meistaratitilinn við H71 í næsta mánuði.


Hörður Fannar hætti keppni fyrir ári. „Ég hef svo verið betri en ég skrölti eitthvað með þeim,“ sagði Hörður Fannar ennfremur.

Hörður Fannar skoraði eitt mark í endurkomunni og var einu sinni vísað af leikvelli og sýndi að hann hefur engu gleymt. Hörður Fannar og félagar eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar í oddaleiknum á fimmtudagskvöldið í Kollafirði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -