Hörður Magnússon verður umsjónarmaður vikulegs þáttar um handbolta á komandi leiktíð. Þátturinn hefur fengið heitið handboltahöllin og verður sendur út hjá Símanum. Fyrsti þátturinn verður sendur út kvöld og er stefnt á að ríða á vaðið klukkan 20.10 sem verður fastur útsendingatími í allan vetur.
Herði til halds og trausts verða Ásbjörn Friðriksson, Einar Ingi Hrafnsson, Rakel Dögg Bragadóttir og Vignir Stefánsson. Á kynningarfundi Olís- og Grill 66-deilda á laugardaginn sagði Hörður að ekki sé útilokað að fleiri bætist í hópinn.
Til stendur að spá í spilin fyrir komandi keppnistímabil í þættinum sem fer í loftið í kvöld kl. 20.10.
Keppni hefst í Olísdeild karla á miðvikudaginn með viðureign Stjörnunnar og Vals í Hekluhöllinni klukkan 19.30.
Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna á laugardaginn.
Leikir 1. umferðar Olísdeildar karla:
Miðvikudagur 3. sept.: Stjarnan – Valur, kl. 19.30
Fimmtudagur 4. sept.: FH – Fram, kl. 19.
Fimmtudagur 4. sept.: Haukar – Afturelding, kl. 19.30.
Föstudagur 5. sept.: ÍBV – HK, kl. 18.30.
Föstudagur 5. sept.: Þór – ÍR, kl. 19.
Laugardagur 6.sept.: Selfoss – KA, kl. 16.
Leikir 1. umferðar Olísdeildar kvenna:
Laugardagur 6. sept.: Selfoss – Valur, kl. 13.30.
Laugardagur 6. sept.: Haukar – ÍR, kl. 14.
Laugardagur 6. sept.: ÍBV – Fram, kl. 15.
Sunnudagur 7. sept.: KA/Þór – Stjarnan, kl. 15.30.
Keppni í Grill 66-deildum kvenna og karla hefst 5. september. Leikjadagskrá er að finna hér.
Sem fyrr verða allir leikir Olís- og Grill 66-deildar sendir út á Handboltapassanum. Valdir leikir í hverri umferð Olísdeildar kvenna og karla verða einnig í útsendingu Símans.