- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hornamaðurinn framlengir við FH

Jakob Martin Ásgeirsson og félagar í FH hita upp fyrir Evrópuleikinn á laugardaginn með leik við Víking í Krikanum í kvöld. Mynd/J.L.Long

Hornamaðurinn Jakob Martin Ásgeirsson hefur framlengt samninginn sinn við handknattleiksdeild FH. Jakob Martin, sem er 23 ára gamall, er rótgróinn FH-ingur og hefur ekki leikið fyrir annað félag.


„Við FH-ingar erum gríðarlega ánægðir með að Jakob Martin hafi framlengt samning sinn við félagið enda hefur hann á undanförnum árum orðið einn af lykilmönnum liðsins, í vörn jafnt sem sókn,“ segir Sigurgeir Árni Ægisson framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar FH í tilkynningu.


„Jakob Martin er einnig einn þeirra leikmanna sem leggja sig alltaf 100% í verkefnin og gefur liðinu gríðarlega mikla orku. Við bindum miklar vonir við hann á komandi tímabili,“ segir Sigurgeir Árni ennfremur í fyrrgreindri tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -