- Auglýsing -
„Staðan er vonum framar en það þýðir ekkert að slaka því við vitum að þetta lið á meira inni en það sýndi í dag,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir markahæsti leikmaður Vals í sigurleiknum á Slavíu frá Prag, 28:21, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í N1-höllinni á Hlíðarenda síðdegis. Liðin mætast á ný klukkan 16 á morgun á sama stað.
„Það var hraði í okkur og kraftur, góður varnarleikur og markvarsla. Það lagði grunn að sigri okkar í leiknum í dag,“ sagði Þórey Anna sem skoraði átta mörk í leiknum.
Lengra viðtal er við Þóreyju Önnu er að finna í myndskeiði hér fyrir ofan.
Valur stendur vel að vígi eftir sjö marka sigur
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -