- Auglýsing -
-Auglýsing-

Hringdi í yfirmann sinn í morgun og sagðist vera á leiðinni á HM

- Auglýsing -

„Fyrir nokkrum dögum reiknaði ég ekki með að vera á leiðinni á HM en það var gaman að þetta þróaðist svona, það er að ég færi með á HM en ekki heim til Íslands í morgun,“ sagði Alexandra Líf Arnarsdóttir sem valin var í HM-hópinn í handknattleik í dag eftir að hafa hlaupið í skarðið í vináttuleik í Færeyjum á laugardaginn vegna meiðsla Elísu Elíasdóttur sem verður þó áfram í hópnum. Handbolti.is hitti Alexöndru á hóteli landsliðsins í Stuttgart eftir kvöldverð í kvöld.


Alexandra er 25 ára gömul með þrjá landsleiki að baki. Fyrirvarinn á Þýskalandsferðinni var skammur. Alexandra fór til Færeyja á fimmtudaginn og hringdi síðan heim í morgun og sagðist vera á leiðinni á HM í Þýskalandi en ekki heim til vinnu.

„Ég hringdi bara í yfirmann minn og sagði honum að ég væri á leiðinni til Þýskalands. Það var bara ekkert mál. Ég er með vinnudótið og sinni því sem ég get sinnt hér ytra meðan. Svo hef ég bara mikinn skilning á því að hafa gripið þetta tækifæri,“ sagði Alexandra Líf.

Þess má til fróðleiks geta að mágkona Alexöndru Lífar, Elín Klara Þorkelsdóttir, er einnig í landsliðinu auk þess sem unnustinn, Orri Freyr Þorkelsson er landsliðsmaður og atvinnumaður hjá Portúgalsmeisturum Sporting.

Lengra viðtal við Alexöndru er í myndskeiði hér fyrir ofan.

HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni

Landslið Íslands á HM kvenna 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -