- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hristu Aftureldingu af sér í síðari hálfleik

Guðmundur Helgi Pálsson og leikmenn Aftureldingar náðu að halda í við Hauka í fyrri hálfleik. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Haukar halda sínu striki í Olísdeild kvenna og eru enn án taps í deildinni eftir öruggan sigur á nýliðum Aftureldingar, 29:21, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í fjórðu umferð deildarinnar. Aftureldingarliðið veitti þó harða mótspyrnu lengi vel og var m.a. þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.


Þegar kom fram í síðari hálfleik þá sneru leikmenn Hauka taflinu við. Varnarleikurinn var afar góður í síðari hálfleik auk þess sem Annika Friðheim Petersen stóð vaktina í markinu af mikill árverkni. Aftureldingu tókst aðeins að skora sex mörk í síðari hálfleik á sama tíma og Haukar skoruðu 17.


Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru leikmenn Hauka komnir með fjögurra marka forksot, 20:16. Eftir það lék aldrei vafi á um hvort liðið færi með sigur úr býtum.


Þrátt fyrir tap þá hefur Aftureldingarliðið sýnt talsverðar framfarir í síðustu tveimur leikjum og náð að velgja bæði Stjörnunni og Haukum undir uggum.


Haukar hafa þar með fimm stig að loknum þremur leikjum og er í í hópi efstu liða. Afturelding bíður enn eftir fyrstu stigum sínum.


Mörk Hauka: Sara Odden 6, Birta Lind Jóhannsdóttir 5, Berta Rut Harðardóttir 4/3, Rakel Sigurðardóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 1, Karen Helga Díönudóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen16, 44,4% – Margrét Einarsdóttir 5, 83,3%.
Mörk Aftureldingar: Jónína Hlín Hansdóttir 4, Ólöf María Hlynsdóttir 4, Sylvía Björt Blöndal 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Susan Ines Gamboa 2, Ragnhildur Hjartardóttir 2, Telma Rut Frímannsdóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Katrín Hallgrímsdóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 8, 24,2% – Tanja Glóey Þrastardóttir 3, 50%.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -