HSÍ og Sideline Sports hafa framlengt samstarf sitt til loka árs 2027. Þjálfarar landsliða HSÍ hafa undanfarin ár haft aðgang og unnið á XPS Networks frá Sideline Sport sem auðveldar vinnu þeirra við leikgreiningar síns liðs og andstæðinga Íslands.
XPS er í grunnin íslenskt hugvit sem notað er í dag útum allan heim af þjálfurum og íþróttamönnum í fjölmörgum íþróttagreinum m.a. við leikgreiningar.
Mikil ánægja er með samstarf HSÍ og Sideline Sports og er það því fagnaðarefni að samstarfið haldi áfram næstu fimm árin.
(Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands).
- Auglýsing -