- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Hugarfarið var upp á tíu“

- Auglýsing -


„Það var barátta í okkur allan tímann og sama hvað gekk á þá héldum við haus,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram spurður hvað hafi skapað sigur liðsins á Haukum, 28:25, í síðar viðureign liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla á Ásvöllum í kvöld.


„Hugarfarið var upp á tíu og það sem stóð einna helst upp úr. Við lékum líka mjög vel á löngum köflum. Við opnuðum vörnina hjá Haukum hvað eftir annað. Mér fannst Aron Rafn [Eðvarðsson markvörður] halda Haukum inni í leiknum,“ sagði Einar um viðureignina sem var jöfn og spennandi nánast til síðustu mínútu.

Synd fyrir íslenskan handbolta

„Það er synd fyrir íslenskan handbolta að hann sé að hætta þótt það sé gott fyrir okkur sem erum ekki með honum í liði,“ sagði Einar um Aron Rafn markvörð Hauka sem hermt er að ætli að leggja keppnisskóna á hilluna.

Verðugt verkefni sem við ætlum að vinna

Framundan eru undanúrslitaleikir hjá Fram gegn Íslandsmeisturum FH. Samkvæmt áætlun fer fyrsti leikurinn fram í Kaplakrika miðvikudaginn 16. apríl. Fram tapað báðum leikjunum við FH í Olísdeildinni í vetur.

„Það verður eins og einvígið við Hauka, virkilega verðugt verkefni fyrir okkur að leika gegn FH. Við vorum í hörku leikjum við FH í deildinni í vetur en töpuðum báðum. Við eigum harma að hefna og ætlum okkur að leggja FH-inga,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram léttur á brún eftir sigurinn á Ásvöllum í kvöld.,

Lengra viðtal við Einar er í myndskeiði hér fyrir ofan.

Sjá einnig:

Framarar voru öflugri á Ásvöllum

Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -