Díana Guðjónsdóttir handknattleiksþjálfari hjá Haukum og fyrrverandi landsliðskona veltir fyrir sér frammistöðu kvennalandsliðsins í þriðja leiknum á EM í handknattleik gegn Þýskalandi. Hvað fannst Díönu ganga vel og hvað illa? Hún sendi handbolta.is eftirfarandi pistil.
Sóknarleikurinn var ekki nægilega góður
Upphafskaflinn var góður og eftir 13 mínútna leik var staðan 5-5 þá kom glataður kafli hjá okkur bæði sóknar- og varnarlega þannig að staðan breytist í 5-10. Við komum svo aftur til baka. Þá vorum við að sækja með Elínu Rósu í hægri bakverðinum sem hún var að nýta vel. Það hefði verið gott að fara með tveggja marka mun í hálfleik í stað fjögurra marka. Ljósi í punkturinn í fyrri hálfleik var Hafdís í markinu.
Af hverju var ekki haldið áfram?
Svo kom seinni hálfleikurinn og þá var ég hissa á því að við héldum ekki áfram að sækja með Elín Rósu hægra megin heldur fórum við að sækja inn á miðjuna. Við skoruðum annað markið í síðari hálfleik á 43. mínútu sem er ekki gott. En við héldum þessu í 5 mörkum þangað til að það voru 10 mínútur eftir, þá hrundi allt.
Skytturnar skila ekki nægu
Varnalega vorum við búin að fá á okkur 22 mörk eftir 50 mín sem er gott á móti svona sterku liði. Skytturnar okkar eru ekki að skila nægilega miklu. Ég hefði viljað sjá Jóhönnu Margréti kom fyrr inn. Sóknarlega þarf að laga tempóið með því að minnka dripl og árásirnar þurfa að vera meira í átt að markinu en ekki til hliðar.
Auðvitað er bara áfram gakk og vinna með þessa hluti.
Áfram Ísland!
EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni
A-landslið kvenna – fréttasíða