Heldur betur hefur hlaupið á snærið hjá kvennaliði Hauka í Olísdeild kvenna. Fyrir stundu var tilkynnt að sænska/norska handknattleikskonan Sara Odden er væntanleg aftur í herbúðir liðsins á nýju ári. Odden gekk til liðs við þýska 1. deildarliðið BSV Sachsen Zwickau en virðist ekki hafa líkað lífið og var til að mynda ekki í liðinu í gærkvöld.
Odden lék í þrjú ár við afar góðan orðstír hjá Haukum og var t.d. markahæsti leikmaður liðsins á síðasta keppnistímabili með 108 mörk í 21 leik.
Félagaskipti Odden ganga væntanlega í gegn um leið opnað verður fyrir félagaskipti snemma á næsta ári. Hún gæti hugsanlega verið gjaldgeng með Haukaliðinu gegn Fram 11. umferð Olísdeildar á Ásvöllum 7. janúar.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.