- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hverjar skora mest, nýta best víti, verja mest og eiga flestar stoðsendingar?

Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni, er markahæst í Olísdeild kvenna þegar keppni er nær því hálfnuð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Aðeins munar einu marki á tveimur markahæstu leikmönnum Olísdeildar kvenna þegar sex umferðir eru að baki og raunar munar afar fáum mörkum á þeim sem eru efstar á lista.

Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr mælaborði Olísdeildanna sem hannað af Expectus og birt er á handbolta.is og unnið er upp úr gögnum frá HBstatz. Á mælaborðinu er að finna margvíslegar tölfræðilegar upplýsingar um leikmenn Olísdeildanna.


Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni er markahæst. Hún hefur skorað 41 mark, þar af 17 úr vítaköstum. HK-ingurinn Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er næst með 40 mörk, 14 þeirra úr vítaköstum. Sara Odden, Haukum, er í þriðja sæti með 38 mörk. Hún hefur ekki skorað úr vítakasti enn sem komið er.


Morgan Marie Þorkelsdóttir, Val, hefur skorað flest mörk að jafnaði í leik, 8,5. Eva Björk er næst með 6,8.

Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór. Að baki hennar er m.a. Ragnheiður Júlíusdóttir sem ein aðsópsmesti leikmaður Olísdeildarinnar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Markadrottning síðasta keppnistímabils, Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram, er skammt á eftir með 37 mörk, níu úr vítaköstum. Rakel Sara Elvarsdóttir, hægri hornamaður Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs, er í fimmta með 34 mörk. Eins og Odden hefur Rakel Sara ekki skorað úr vítakasti enn sem komið er. Hvorug þeirra er vítaskytta í sínum liðum.

Sara Odden, Haukum, og Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Fleira er að finna á handboltamælaborðinu. Írena Björk Ómarsdóttir, Fram, er hæst í hlutfallsmarkvörslu markvarða í deildinni með 46% hlutfallsmarkvörslu. Valsmarkverðirnir Saga Sif Gísladóttir og Sara Sif Helgadóttir eru næstar á eftir með 45 og 40% hlutfall varinna skota.


HK-ingunum Söru Katrínu Gunnarsdóttur og Þóru Maríu Sigurjónsdóttur hefur ekki brugðist bogalistin í vítaköstum fram til þessa. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram, er með 90% nýtingu i þriðja sæti.

Sara Katrín Gunnarsdóttir, HK-ingur, hefur skorað úr öllum vítaköstum sem hún hefur tekið til þessa í Olísdeildinni á keppnistímabilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Ragnheiður á einnig flest skot að jafnaði í leik, 14,3. Jóhanna Margrét úr HK er í öðru sæti með 13,3 og Odden er þar á eftir með 12,8. Fer vart á milli mála hvaða stöðu og hlutverki þær gegna hjá sínum liðum.

Karolina Olszowa, ÍBV, er efst á lista yfir flestar stoðsendingar, 4,8 að meðaltali í leik. Thea Imani Sturludóttir er skammt á eftir með 4,6 og Hildur Þorgeirsdóttir, Fram, er í þriðja sæti með með fjórar stoðsendingar að jafnaði í leik.


Upplýsingar um frammistöðu allra leikmanna í Olísdeild kvenna er að finna á handboltamælaborðinu á handbolta.is sem hægt er að tengjast hér eða með því að smella á flipann “staða og leikir” á forsíðu handbolti.is

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -