- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hverjir skipa lið Frisch Auf! Göppingen?

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hverjir skipa lið Frisch Auf! Göppingen um þessar mundir? Velunnari handbolta.is tók saman nokkrar staðreyndir um leikmenn liðsins sem mætir Val í Origohöllinni klukkan 19.45 í kvöld í fyrri umferð 16-liða úrslita Evrópudeildarinanr í handknattleik.

Markverðir:
Nr 12. Daníel Rebmann: (29 ára, 190 cm). Hann á leiðinni í Gummersbach til Guðjóns Vals Sigurðssonar eftir keppnistímabilið.
Nr 16. Marin Sego: (37 ára, 194 cm). Hefur leikið með Wisla Plock, Kielce, Pick Szeged og Montpellier. Á 50 landsleiki fyrir Króatíu.

Vinstra horn:
Nr 24. Marcel Schiller (31 árs, 189 cm). Á að baki 22 landsleiki fyrir Þýskaland og var með á EM 2022 og HM 2023. Schiller var næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar vorið leiktíðina 2020/2021 á eftir Ómari Inga Magnússyni. Örugg vítaskytta.
Nr 41. Hermann Till (26 ára 179 cm).

Hægra horn:
Nr. 30. Axel Goller (22 ára, 180 cm).
Nr. 34. Kevin Gulliksen (26 ára, 180). Á 82 landsleiki fyrir Noreg. Fer til TTH Holstebro í sumar og leikur undir stjórn Arnórs Atlasonar á næsta keppnistímabili.

Línumenn:
Nr 21. Blaz Blagotinsek (29 ára, 203 cm) og hefur leikið með Celje og Veszprem. Á 65 landsleiki fyrir Slóveníu og var m.a. í bronsliðinu á HM 2017.
Nr 44. Kresimir Kozina (32 ára 196 cm) og hefur leikið með Flensburg og Füchse Berlín. Á 32 landsleiki fyrir Króatíu.
Nr 15. Vid Poteko (31 ára, 194 cm) spilað með Celje og Meschkov Brest og á 64 landsleiki fyrir Slóveníu. Hefur verið meiddur í öxl og lítið sem ekkert spilað í vetur. Ekki í leikmannahópnum í kvöld.

Vinstri skyttur:
Nr 13. Josip Sarac (25 ára, 201 cm). Spilaði með Celje. Á 13 landsleiki fyrir Króatíu.
Nr 17. Tobias Ellebæk (30 ára, 192 cm). Dani sem spilaði um tíma með Aalborg Håndbold.
Nr 5. Gilberto Duarte (32 ára, 197 cm). Hefur spilað með Porto, Wisla Plock, Barcelona og Montpellier. Á 91 landsleiki fyrir Portúgal. Meiddur og kom ekki með til Íslands.
Nr 10. Sebastian Heymann (25 ára 198 cm). Á 17 landsleiki fyrir Þýskaland. Vonarstjarna í þýskum handknattleik en hefur verið meiddur í allan vetur. Heymann er nýkominn af stað aftur eftir meiðslin og er í leikmannhóp í kvöld.

Miðjumenn:
Nr 4. Tim Kneule (36 ára, 190 cm). Á 22 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur leikið með Göppingen frá 2006.
Nr 66. Jaka Malus (26 ára, 190 cm). Hefur leikið með Celje, Meshkov Brest og á 13 landsleiki fyrir Slóveníu.

Hægri skyttur:
Nr 77. David Schmidt (29 ára, 190 cm). Hefur spilað með RN Löwen, Stuttgart, Bergisher HC og fleiri liðum í Þýskalandi. Á 9 landsleiki fyrir Þýskaland.
Nr 6. Jon Lindenchrone Andersen (26 ára, 195 cm). Danskur handknattleiksmaður sem fer til RN Löwen í sumar. Hann hefur leikið með SønderjyskE og GOG í Danmörku

Meðalhæð: 192 cm.
Meðalaldur: 28,4 ár.

Miðasalan á leikinn á Tix.is.

Frisch Auf! Göppingen er eitt af fornfrægum liðum í þýskum handknattleik. Lið félagsins hefur níu sinnum orðið þýskur meistari, síðast 1972.
Göppingen er frá samnefndum 60 þúsund manna bæ í suðurhluta Þýskalands, austan við Stuttgart. Göppingen fæðingarbær Jürgen Klinsmann knattspyrnumanns og þjálfara og í bænum er að finna bækistöðvar aðalsponsors Manchester United, TeamViewer.
Keppnishöllin í Göppingen rúmar 5.600 manns. Í stórleikjum leikur liðið stundum heimaleiki sína í Porsche Arena í Stuttgart. Markus Baur tók við liðinu þegar Hartmut Mayerhoffer var rekinn í nóvember.
Níu Íslendingar hafa leikið með Göppingen. Geir Hallsteinsson reið á vaðið 1973. Á eftir honum komu Gunnar Einarsson, Ólafur Einarsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Ágúst Svavarsson, Rúnar Sigtryggsson, Jaliesky Garcia, Gunnar Steinn Jónsson og síðast Janus Daði Smárason sem fór frá félaginu á síðasta sumri eftir tveggja ára veru.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -