- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hvort félagið verður skráð í söguna?

Coralie Gladys leikmaður Brest á fullri ferð í undanúrslitaleiknum gegn Györ í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nú þegar líður að lokum Meistaradeildar kvenna er ljóst að nýtt nafn verður ritað efst á lista yfir sigurlið keppninnar.  Franska liðið Brest og norska liðið Vipers munu eigast við í úrslitaleiknum í Final4 sem fer fram í Búdapest í dag. Hvorugu liðinu hefur áður tekist að komast svo langt í keppninni og því mun annað þeirra verða skráð á spjöld sögunnar í fyrsta sinn í dag yfir sigurlið Meistaradeildar Evrópu. 

Áður en að þeim leik kemur mætast Györ og CSKA í leiknum um bronsverðlaunin. Um verður að ræða kveðjuleik Anitu Görbicz í Meistaradeild kvenna en þessi drottning handboltans leggur skóna á hilluna að honum loknum.

Bronsverðlaun

Györ – CSKA | sunnudagur 30. maí  kl 13.15 | Beint á EHFTV

  • Þrátt fyrir vonbrigðin í leiknum í gær hefur rússneska liðið CSKA átt frábært tímabil. Kvennalið hjá CSKA var sett á laggirnar fyrir tveimur árum.
  • Györ hefur aldrei lent neðar í Meistaradeild kvenna frá tímabilinu 2014/2015, þegar það var slegið út í 8-liða úrslitunum. Frá þeim tíma hefur Györ tekist að komast fjórum sinnum í röð í úrslitaleikinn og unnið titilinn þrisvar sinnum.
  • Tap ungverska liðsins í gær gegn Brest batt enda á 55 leikja sigurgöngu þess í Meistaradeildinni.
  • Þessi leikur verður sá síðasti í Meistaradeildinni hjá Anitu Görbicz. Hún hefur spilað 185 leiki í Meistaradeildinni og skorað í þeim 1.013 mörk. Alls hefur Görbicz tekið þátt í 234 Evrópuleikjum og skorað í þeim 1.310 mörk.
  • Þessi lið hafa mæst tvisvar sinnum áður en það var í riðlakeppninni á þessari leiktíð. Í fyrri leiknum skildu þau jöfn, 27:27. Györ vann seinni leikinn á heimavelli, 31:24.
Heidi Løke getur í dag orðið annar af tveimur leikmönnum Vipers til þess að vinna Meistaradeild Evrópu með þriðja félaginu. Mynd/EPA

Úrslitaleikur

Brest – Vipers | sunnudagur 30. maí kl 16| Beint á EHFTV

  • Brest komst í úrslitaleikinn með því að vinna Györ 27-25 eftir vítakeppni. Þetta var í fyrsta skiptið í sögu Brest sem það vann ungverska liðið.
  • Vipers átti aðeins auðveldari leik í gær þegar það vann CSKA, 33-30, eftir að hafa verið í forystu allan leikinn.
  • Þessi lið hafa aðeins mæst tvisvar sinnum áður, og þá í 8-liða úrslitunum tímabilið 2018/19 þar sem norska liðið sló út það franska og fór áfram í Final4.
  • Síðast þegar Vipers lék gegn frönsku liði í Final4 mætti Vipers liðið Metz í leik um bronsverðlaunin. Vipers vann, 31:30.
  • Besti árangur Brest í Meistaradeildinni til þessa er 8-liða úrslit en þangað hefur liðið náð þrjú síðustu keppnistímabil.
  • Besti árangur Vipers er þriðja sætið tímabilið 2018/19.
  • Hvorugt liðið á langa sögu í Meistaradeild kvenna en eru nú með í fjórða sinn.
  • Fjórir fulltrúar úrvalsliðs Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð munu taka þátt í þessum úrslitaleik. Þjálfarinn Ole Gjekstad, efnilegasti leikmaðurinn Henny Reistad og hægri skyttan Nora Mørk frá Vipers og auk þess línumaðurinn Pauletta Foppa hjá Brest.
  • Það er orðið ljóst að Ana Gros verður markadrottning keppninnar. Hún hefur skorað 127 mörk til þessa. Næst á eftir henni kemur Veronica Kristiansen leikmaður Györ með 91 mark.
  • Fimm leikmenn Vipers hafa unnið titilinn eftirsótta áður. Nora Mørk, Jana Knedlikova, Katrine Lune, Heidi Løke og Linn Jørum Sulland. Mørk, Lunde og Løke geta verið í sigurliði keppninnar í fimmta sinn. Vipers yrði þá þriðja félagið sem þær myndu vinna Meistaradeildina með.
  • Isabelle Gulldén er eini leikmaðurinn í liði Brest sem hefur tekist að vinna Meistaradeildina áður en það gerði hún með rúmenska liðinu CSM.
  • Aðeins tveir aðrir leikmenn í liði Brest hafa spilað til úrslita í Final4, þær Djurdjina Jaukovic sem gerði það tvisvar með Buducnost og Sandra Toft með Larvik. Hvorugar voru í sigurliði.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -