Í seinni undanúrslitaleiknum í Meistaradeild kvenna í handknattleik mætast rússneska liðið CSKA og norska liðið Vipers. Liðunum hefur aldrei tekist að komast alla leið í úrslitaleikinn. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem lið þessara félaga leiða saman hesta sína í sögu keppninnar.
Undanúrslit
Vipers – CSKA | laugardagur 29. maí kl 16| Beint á EHFTV
- Þetta er í annað skiptið sem Vipers kemst í Final4 en árið 2019 hafnaði liðið í þriðja sæti eftir að hafa unnið Metz.
- CSKA er ekki aðeins að taka þátt í Meistaradeildinni í fyrsta skipti heldur er þetta einnig í fyrsta skiptið sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni í kvennaflokki.
- Þetta er hins vegar fjórða árið sem Vipers tekur þátt í Meistaradeildinni.
- CSKA var í B-riðli og endaði þar í öðru sæti með 23 stig aðeins einu stigi á eftir Györ.
- Vipers var hins vegar í A-riðli þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti með 16 stig.
- Vipers er eina liðið ásamt Györ sem hefur leikmenn innanborðs sem hafa unnið Meistaradeildina. Þetta eru leikmennirnir Heidi Løke, Nora Mørk, Katrine Lunde, Linn Jørum Sulland og Jana Knedlikova. Sulland leikur síðustu leiki sína á ferlinum um helgina.
- CSKA skipti um þjálfara eftir 16-liða úrslit. Olga Akopian tók við af Jan Leslie.
- Elena Mikhaylichenko sleit krossband í nóvember hefur verið í hóp hjá CSKA að undanförnu en hún hefur þó bara komið inná til þess að taka vítaköst.
- Auglýsing -