Tilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands
„Í ljósi umræðu um nýja ásýnd HSÍ.
Í vor hélt HSÍ handboltaþing þar sem kallað var eftir tillögum frá aðildarfélögum.
Þar kom skýrt fram að handboltinn þyrfti að vera sýnilegri og ásýndin sterkari.
HSÍ fór í ásýndarvinnu með það að markmiði að búa til heildarásýnd í sama formi fyrir Olísdeildina, Grilldeildina, Handboltapassinn, Handboltahöllina og HSÍ.
Markmiðið var að auka faglega umgjörð í kringum það sem að HSÍ stendur fyrir og búa til nokkkur ásýndarmerki sem auðveldara væri að nýta m.a. á samfélagsmiðlum.
Í tilkynningu frá HSÍ 31. ágúst þar sem að ásýndarvinnan var kynnt, þá var tekið skýrt fram þessi ásýndarmerki yrðu nýtt til að auglýsa handboltann ásamt upphaflegu merki HSÍ.
Sem þýðir að ekki er búið að breyta um formlegt merki HSÍ.
Því merki er ekki hægt að breyta nema með lagabreytingu s.b.r 1.gr. laga HSÍ um heiti og aðsetur sambandsins. Þess háttar breyting þarf að vera samþykkt á ársþingi HSÍ.
Ásýndarvinnan mun birtast jafnt og þétt á næstu mánuðum, allt með það að leiðarljósi að auka og efla ásýnd handboltans á Íslandi.
Formlegt merki HSÍ verður partur af þeirri vegferð og verður m.a. búningum landsliða okkar á komandi stórmótum í nóvember og janúar.
Við erum hjartað í boltanum.
Við erum hjartað í stúkunni.“