- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV er komið áfram – skellti PAOK með sjö mörkum

ÍBV heldur áfram að gera það gott í Evrópubikarkeppninni. Mynd/Þóra Sif Kristinsdóttir
- Auglýsing -

ÍBV komst í dag í þriðju umferð Evrópbikarkeppninnar í handknattleik kvenna með því að vinna PAOK með sjö marka mun, 29:22, í síðari leik liðanna í Þessalóníku. PAOK vann fyrri leikinn í gær með fimm marka mun, 29:24. ÍBV fer þar með áfram með samanlögðum sigri, 53:51.


Leikur ÍBV var frábær í dag. Eftir jafnan leik framan af tók liðið af skarið þegar á leið. Vörnin þéttist og Marta Wawrzynkowska var frábær í markinu. Upp úr þessari stöðu sköpuðust mörg hraðaupphlaup sem lögðu grunn að sex marka forskoti í hálfleik, 17:11.


Snemma í síðari hálfleik þá náði ÍBV átta marka forystu, 20:12. PAOK svaraði með áhlaupi og náði að minnka muninn í fimm mörk. Nær komst gríska liðið ekki. ÍBV liðið stóðst frekari áhlaup með miklum ákafa í vörninni, markvörslu Wawrzynkowska og hröðum upphlaupum sem leikmenn PAOK réðu ekki við þótt vissulega skapaðist talsverð spenna á lokakaflanum.


Uppúr stendur að ÍBV-liðið stóðst mikið álag á erfiðum útivelli gegn gríska liðinu. ÍBV-liðið var einfaldlega mikið sterkara þegar á reyndi og leikmenn greinilega í betra formi en andstæðingurinn.


Þar með verða þrjú íslenska lið í pottinum þegar dregið verður í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar á þriðjudaginn, ÍBV og KA/Þór í kvennaflokki og Haukar í karlaflokki.


Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 8, Elísa Elíasdóttir 7, Karolina Olzsowa 6, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Lina Cardell 2, Marija Jovanovic 2.
Maria Wawrzynkowska varði 14 skot í markinu.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -