- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV fór með bæðin stigin með sér heim

Birna Berg Haraldsdóttir leikmaður ÍBV var markahæst hjá Eyjaliðinu í Hekluhöllinni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV vann öruggan sigur á KA/Þór í heimsókn í KA-heimilið í upphafsleik Olísdeildar kvenna í dag, 29:20, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:9. Eins og við var e.t.v. búist var mikill munur á liðunum tveimur. Ungt og lítt reynt lið KA/Þórs náði rétt að halda í við gestina á upphafsmínútunum áður en leiðir skildu.


Mestur varð munurinn 10 mörk í síðari hálfleik.
ÍBV mætti með sitt helsta stórskota lið til leiks í KA-heimilið. Aðeins vantaði Hrafnhildi Hönnu Þrastarsdóttur sem er fjarverandi vegna meiðsla eða eitthvað í þá veruna.

Ásdís Guðmundsdóttir lék sinn fyrsta leik í Olísdeildinni í rúmt ár og nú í búningi ÍBV gegn sínum gamla félagi, KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Minni reynsla er innan KA/Þórsliðsins en á síðustu árum. Nær allir leikmenn er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Aðeins tveir leikmenn sem voru í burðarhlutverkum í meistaraliðinu fyrir tveimur árum eru með núna og nokkrir aðrir sem voru í minni hlutverkum þá og jafnvel aðrir sem hafa nýlega tekið fram skóna aftur eins og Sólveig Lára Kristjánsdóttir.

Eins og við er búist þá verður tímabilið fyrst og fremst lærdómsríkt fyrir KA/Þórsliðið og hætt við að það verði með Aftureldingu, ÍR og kannski Stjörnunni í hópi neðri liðanna fjögurra.

Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 5, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Rakel Sara Elvarsdóttir 3, Elsa Björg Guðmundsdóttir 3, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 8, 21,6%.

Rakel Sara Elvarsson lék á ný með KA/Þór eftir eins árs veru í Noregi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 8/1, Sunna Jónsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Karolina Olszowa 3, Margrét Björg Castillo 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Amelía Einarsdóttir 1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Britney Cots 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11, 45,8% – Réka Edda Bognár 2, 22,2%.

Leikjdagskrá Olísdeilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -