- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV hafði sætaskipti við Aftureldingu

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

ÍBV hafði sætaskipti við Aftureldingu í Olísdeild karla með sigri í leik liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum, 32:26, í 17. umferð deildarinar. ÍBV fór upp í þriðja sæti með 20 stig og er aðeins stigi á eftir FH auk þess að eiga leik til góða. FH og ÍBV mætast í Kaplakrika á fimmtudagskvöldið.


ÍBV var með yfirhöndina frá upphafi til enda í dag. Í hálfleik var forskotið fjögur mörk, 16:12. Mestur varð munurinn sjö mörk í síðari hálfleik, 26:19, en hann fór minnst niður í tvö mörk, 27:25, eftir góða rispu Mosfellinga skömmu fyrir leikslok.
Sóknarleikurinn var Akkilesarhæll Aftureldingar í leiknum.

Sterkir leikmenn náðu sér ekki á strik gegn vöskum varnarmönnum ÍBV-liðsins, sérstaklega þá Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðarson. Árni Bragi Eyjólfsson var að vanda allt í öllu í sóknarleik Aftureldingar.


Dagur Arnarsson lék afar vel í liði Afureldingar og sömu sögu má segja um Sigtrygg Daða Rúnarsson.


Gunnar Kristinn Malmquist meiddist á fyrstu mínútu og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Skarð var fyrir skildi hjá Aftureldingu sem var án Bergvins Þórs Gíslasonar og Þorsteins Leó Gunnarssonar. Einnig varð Úlfar Páll Monsi Þórðarson fyrir hnjaski undir lok leiksins.


Rúnar Kárason var ekki í leikmannhópi ÍBV í dag fremur en í síðustu leikjum. Eins var Dánjal Ragnarsson fjarri góðu gamni að þessu sinni.

Staðan í Olísdeildunum.

Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 7, Sigtryggur Daði Rúnarsson 7, Arnór Viðarsson 5, Elmar Erlingsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Sveinn Jose Rivera 2, Janus Dam Djurhuus 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Gabríel Martinez Róbertsso 1, Petar Jokanovic 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 8, 30% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 2, 13%.

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8, Ihor Kopyshynskyi 4, Einar Ingi Hrafnsson 2, Birkir Benediktsson 2, Ágúst Björgvinsson 2, Blær Hinriksson 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Haraldur Björn Hjörleifsson 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Stefán Scheving Guðmundsson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 7, 39% – Pavel Miskevich 3, 17%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -