- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV í átta liða úrslit – Birna Berg meiddist

Sigurður Bragason, þjálfari, og leikmenn ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í kvennaflokki með stórsigri á Gróttu, 31:17, í Hertzhöllinni í kvöld. Meiðsli Birnu Berg Haraldsdóttir vörpuðu skugga á sigur ÍBV í leiknum. Birna Berg, sem hafði skoraði átta mörk í leiknum, meiddist á hné eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik og var borin þjáð af leikvelli. Virtist hún hafa fengið högg á hægra hné.


Staðan var 22:29, þegar þarna var komið við sögu í leinum. Staðan í hálfleik var 16:9, ÍBV í vil.


ÍBV mætir Val í Eyjum á þriðjudagskvöld í átta liða úrslitum.


Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Nína Líf Gísladóttir 3, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 2, Helga Dögg Þorsteinsdóttir 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Rut Bernódusdóttir 1.

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 8, Harpa Valey Gylfadóttir 7, Karolina Olszowa 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 2, Lina Cardell 2, Ingibjörg Olsen 2, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Aníta Björk Valgeirsdóttir 1, Marija Jovanovic 1, Sunna Jónsdóttir 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -