- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV og Valur leika ekki heima í desember

Thea Imani Sturludóttir og félagar í Val leika til úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn fimmta árið í röð. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bikarmeistarar Vals og ÍBV ætla að bregða sér suður í höf og leika báða leiki sína í 3. umferð, 32-liða úrslit, Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna á útivelli í fyrri hluta desember.


ÍBV fer til portúgölsku eyjunnar Madeira og mætir Madeira Andebol SAD laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. desember í borginni Funchal. Sigurliðið kemst í 16-liða úrslit keppninnar.


Bikarmeistarar Vals halda viku síðar til Alicante á Spáni og mæta Club Balonmani Elche í bænum Elche laugardaginn 10. og sunnudaginn 11. desember. Fetar Valsliðið þar með í fótspor KA/Þórs sem mætti Club Balonmani Elche í tvígang ytra í sömu keppni fyrir ári. KA/Þór tapað naumlega samanlagt eftir tvo hörkuleiki.

Reyndu að fá báða leikina heim


„Við reyndum að fá báða leikina hingað heim en forráðamenn Elche vildu það alls ekki. Niðurstaðan varð sú að leika báða leikina ytra sem vissulega þyngir róðurinn fyrir okkur,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari bikarmeistara Vals handbolta.is


Valur vann HC DAC Dunajská Streda samanlagt í tveimur hörkuleikjum í Slóvakíu í annarri umferð keppninnar í síðasta mánuði. Á sama tíma hafði ÍBV betur gegn gríska liðinu O.F.N. Ionis í tveimur viðureignum sem fram fóru í Vestmannaeyjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -