- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV slær ekkert af í kapphlaupinu

Sunna Jónsdóttir er alltaf öflug í liði ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV eltir Valsara í kapphlaupinu um efsta sæti Olísdeildar kvenna. ÍBV vann í dag neðsta lið Olísdeildarinnar, HK, með 10 marka mun í Kórnum, 27:17, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:6.


ÍBV er þar með tveimur stigum á eftir Val sem situr í efsta sæti. Eyjaliðið á leik til góða og getur jafnað metin við Val haldi það rétt á spilunum í þeirri viðureign. Hún fer reyndar ekki fram fyrr en 22. mars. Áður en sá dagur rennur upp á vafalítið mikið vatn eftir að renna til sjávar.


Marta Wawrzykowska markvörður ÍBV átti enn einn stórleikinn í Kórnum. Hún varð 18 skot, þar af tvö vítaköst, 62,1%. Ólöf Maren Bjarnadóttir leysti Wawrzykowska af og tók upp þráðinn þar sem frá var horfið hjá stöllu hennar.


Því miður var engin spenna í leiknum. ÍBV var með verulega gott forskot frá upphafi til enda og kom svo sem ekki á óvart miðið við stöðu liðanna í deildinni.


Mörk HK: Jóhanna Lind Jónasdóttir 4, Embla Steindórsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 3, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 1, Alfa Brá Hagalín 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 7, 26,9% – Ethel Gyða Bjarnasen 1, 12,5%.
Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 8, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5/1, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Amelía Einarsdóttir 3, Bríet Ómarsdóttir 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Karolina Olszowa 1, Elísa Elíasdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 18/2, 62,1% – Ólöf Maren Bjarnadóttir 4/1, 44,4%.

Staðan í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -