ÍBV stendur afar vel að vígi eftir sjö marka sigur á tékkneska liðinu Sokol Pisek, 27:20, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Síðari leikur liðanna fer fram í Eyjum á morgun og verður flautað til leiks klukkan 13.
ÍBV-liðið réði lögum og lofum í leiknum frá upphafi til enda. Í hálfleik var munurinn sex mörk, 13:7. Allan síðari hálfleik hélt ÍBV-liðið aftur af leikmönnum tékkneska liðinu. Til að gera gott betra þá varði Marta Wawrzynkowska afar vel í markinu eða hátt í 20 skot.
Landsliðskonan Elísa Elíasdóttir mætti til leiks með ÍBV í dag eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla og munaði um minna, jafnt í vörn sem sókn. Þá var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir á skýrslu í dag í fyrsta sinn á keppnistímabilinu.
Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 6, Lina Cardell 6, Sunna Jónsdóttir 4, Karolona Olszowa 4, Marija Jovanovic 4, Elísa Elíasdóttir 2, Þóra Björg Stefánsdóttir 1.
- HM “25: Leikjdagskrá, úrslit, staðan
- Orri Freyr hefur skrifað undir tveggja ára samning
- Var skrifað í skýin að mæta Íslandi í fyrsta leiknum mínum á HM
- Tíminn hefur liðið hratt í ævintýri síðustu ára
- Dagskráin: Stórleikur á Ásvöllum í kvöld