- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV sýndi styrk sinn þegar á leikinn leið

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

ÍBV heldur áfram leið sinni að deildarmeistaratitlinum í Olísdeild kvenna. Í kvöld lagði Eyjaliðið liðsmenn Hauka, 30:23, á Ásvöllum í skemmtilegum leik sem markaði upphaf 19. umferðar. Leikurinn var lengst af jafn því gefa lokatölurnar ekki endilega spegilmynd af því hvernig leikurinn þróaðist lengst af.


ÍBV hefur 32 stig eftir 18 leiki og er tveimur stigum á undan Val og á ennfremur sterkari innbyrðis stöðu. Haukar hafa 12 stig eftir 19 leiki í sjötta sæti.


Haukar veittu ÍBV-liðinu hörkukeppni í 50 mínútur í kvöld. Reyndar byrjaði liðið illa og lenti undir snemma, 1:5, en lagði ekki árar í bát og komst m.a. yfir, 13:12. ÍBV var marki yfir í hálfleik, 15:14.


Áfram var viðureignin í járnum lengi vel í síðari hálfleik. Síðustu 10 ti 15 mínútur leiksins lifnaði yfir varnarleik ÍBV. Haukar voru neyddir í erfiðari skot en áður. Um leið lifnaði yfir Mörtu Wawrzykowska í markinu. Þá var ekki að sökum að spyrja.


Leikurinn var sá fyrsti hjá Haukum eftir Díana Guðjónsdóttir tók við þjálfun liðsins ásamt Halldóri Ingólfssyni. Það verður spennandi að fylgjast með störfum þeirra á næstunni en víst er að það býr talsvert í ungu liði Hauka.


Hilmar Ágúst Björnsson stjórnaði liði ÍBV í fjarveru Sigurðar Bragasonar. Hilmar Ágúst þekkir vel til enda starfaði hann við hlið Sigurðar. Magnús Stefánsson var Hilmari Ágústi til halds og trausts.

Staðan í Olísdeild kvenna.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Natasja Hammer 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Berglind Benediktsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Sara Odden 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 11, 26,8%.
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9/3, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Elísa Elíasdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Bríet Ómarsdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11/2, 32,4%.

Handbolti.is var á Ásvöllum og fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -