- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

ÍBV vann í Garðabæ – þrjú lið jöfn að stigum á toppnum næstu vikur

- Auglýsing -

Þrjú lið eru efst og jöfn að stigum í Olísdeild kvenna í handknattleik þegar komið er mánaðarlagt vetrarhlé í keppni í deildinni. ÍBV vann öruggan sigur á botnliði Stjörnunnar, 36:26, í síðasta leik 9. umferðar deildarinnar í Hekluhöllinni í kvöld. ÍBV færðist þar með upp að hlið Vals og ÍR með 14 stig. Liðin þrjú eru fimm stigum fyrir ofan KA/Þór og Fram sem eru í næstu sætum á eftir.


Stjarnan rekur lestina í Olísdeildinni með eitt stig að loknum níu leikjum og er þremur stigum á eftir Selfossi sem er í næst neðsta sæti. Selfoss vann KA/Þór nyrðra í dag.

Stjarnan hélt í við ÍBV framan að leiknum í dag. Þegar á leið stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik Stjörnunnar og ÍBV-liðið gekk á lagið. Staðan í hálfleik var 18:12, ÍBV í vil.

Þrjú lið eru efst og jöfn að stigum í Olísdeild kvenna í handknattleik þegar komið er mánaðarlagt vetrarhlé í keppni í deildinni. ÍBV vann öruggan sigur á botnliði Stjörnunnar, 36:26, í síðasta leik 9. umferðar deildarinnar í Hekluhöllinni í kvöld. ÍBV færðist þar með upp að hlið Vals og ÍR með 14 stig. Liðin þrjú eru fimm stigum fyrir ofan KA/Þór og Fram sem eru í næstu sætum á eftir.

Stjarnan rekur lestina í Olísdeildinni með eitt stig að loknum níu leikjum og er þremur stigum á eftir Selfossi sem er í næst neðsta sæti. Selfoss vann KA/Þór nyrðra í dag.

Stjarnan hélt í við ÍBV framan af leiknum í dag. Þegar á leið stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik Stjörnunnar og ÍBV-liðið gekk á lagið. Staðan í hálfleik var 18:12, ÍBV í vil.

ÍBV gaf ekkert eftir í síðari hálfleik og vann öruggan sigur.


Mörk Stjörnunnar: Vigdís Arna Hjartardóttir 8, Eva Björk Davíðsdóttir 7/1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 5, Natasja Hammer 5, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 12/1, 30,8% – Margrét Einarsdóttir 4, 36,4%.

Mörk ÍBV: Alexandra Ósk Viktorsdóttir 8, Sandra Erlingsdóttir 6/1, Amelía Dís Einarsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 4/1, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Ásdís Halla Hjarðar 3, Britney Emilie Florianne Cots 2, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Birna María Unnarsdóttir 1.
Varin skot: Amalia Frøland 17/4, 41,5% – Ólöf Maren Bjarnadóttir 1, 33,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -