- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV var númeri of stórt fyrir ÍR-inga

Marta Wawrzykowska og Birna Berg Haraldsdóttir leikmenn ÍBV fagna, þó ekki í kvöld. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Marta Wawrzykowska og samherjar hennar í ÍBV tóku frumkvæðið í rimmu sinni við ÍR með öruggum sigri, 30:20, í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Wawrzykowska sýndi enn einu sinni að hún er með allra bestu markvörðum deildarinnar. Hún var með 47% hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið.

Segja má að ÍBV hafi verið númeri of stórt fyrir ÍR-inga að þessu sinni. ÍBV er með reynda leikmenn í mörgum stöðum, leikmenn sem hafa margoft farið í gegnum úrslitaleiki á Íslandsmóti meðan ÍR-ingar eru að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Munurinn var fimm mörk að loknum fyrri hálfleik, 17:12. Næsti leikur liðanna verður í Skógarseli á mánudaginn.

ÍBV hafði tök á leiknum frá upphafi og hleypti gestum sínum aldrei upp á dekk. Auk Wawrzykowska drógu reynslumenn vagninn áfram.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var á leikskýrslu hjá ÍBV í fyrsta sinni á leiktíðinni. Hún kom aðeins við sögu í þremur vítaköstum og nýtti eitt þeirra. Hanna hefur verið frá keppni í vetur vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill styrkur það er fyrir ÍBV að fá Hönnu inn í hópinn í úrslitakeppnina.

Elísa Elíasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir voru atkvæðamiklar með sjö mörk að þessu sinni. Sara Dögg Hjaltadóttir var aðsópsmest ÍR-inga.

Mörk ÍBV: Elísa Elíasdóttir 7, Ásdís Guðmundsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Karolina Olszowa 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1/1, Birna María Unnarsdóttir 1, Amelía Einarsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 15/1, 46,9% – Réka Edda Bognár 1, 25%.

Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 4/1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 3, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 3, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Karen Tinna Demian 2/1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Erla María Magnúsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 7/1, 30,4% – Ísabella Schöbel Björnsdóttir 4, 22%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -