- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Íhugar að fara fyrr vegna bágrar stöðu

- Auglýsing -

Bág staða norska handknattleiksliðsins Kolstad getur orðið til þess að landsliðsmaðurinn Simen Lyse kveðji félagið á næstu dögum eða vikum. Lyse ætlaði sér að flytja til franska meistaraliðsins PSG í sumar og skrifaði fyrr í vetur undir þriggja ára samning því til staðfestingar. Nú er staðan sú að til skoðunar er að Lyse gangi fyrr til félagsins eftir því sem rthandball segir frá.

PSG er þó ekki eini kosturinn sem er til skoðunar hjá Lyse sem samkvæmt rthandball. Einnig mun koma til álita að Lyse fari að láni til ungverska meistaraliðsins One Veszprém frá 1. febrúar og til loka leiktíðar í júní.

Samdráttur stendur fyrir dyrum

Fram hefur komið í vetur að fyrir dyrum standi samdráttur í útgjöldum Kolstad-liðsins á næstu mánuðum. Launalækkun virðist óhjákvæmileg í annað sinn á rúmum tveimur árum. Nokkrir leikmenn hugsa sér til hreyfingar auk þeirra sem þegar hafa róið á ný mið á síðustu tveimur árum. M.a. hefur verið fullyrt að sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka fari frá Þrándheimsliðinu í sumar og verði leikmaður Fücshe Berlin. Palicka kom til Kolstad síðasta sumar í stað norska landsliðsmarkvarðarins Thorbjørn Bergerud.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -