ÍR-ingar voru grátlega nærri fyrsta sigri sínum í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld er þeir sóttu Stjörnuna heim í Hekluhöllina. Benedikt Marinó Herdísarson sá til þess að ÍR fór aðeins með annað stigið heim er hann skoraði og jafnaði metin fyrir Stjörnuna, 27:27, úr vítakasti þegar leiktíminn var úti. ÍR-ingar voru marki yfir en töpuðu boltanum þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Tíminn nægði Daníel Karli Gunnarssyni til þess að vinna vítakast fyrir Stjörnuna sem Benedikt skoraði úr.
Aðeins 45 sekúndum fyrr hafði Ólafur Rafn Gíslason markvörður ÍR varið vítakast Benedikts Marinós. ÍR-ingar hófu sókn í kjölfarið en náðu ekki að skapa sér færi, manni færri, og töpuðu boltanum eins og áður sagði.
Efstir á ný
Haukar eru efstir í deildinni á nýjan leik eftir að þeir lögðu Selfoss, 35:30, í Sethöllinni á Selfossi. Sigur Hauka var sannfærandi, ekki síst sökum þess að þeir voru sterkari í síðari hálfleik, jafnt í vörn sem sókn.
Afar góð vörn í 45 mínútur
Valur vann öruggan sigur á HK, 33:24, í Kórnum. Valsarar gerðu nánast út um leikinn í fyrri hálfleik. Að honum loknum var liðið átta mörkum yfir, 17:9. Tíðindamaður handbolti.is í Kórnum sagði varnarleik Vals hafa verið frábæran í 45 mínútur í kvöld. HK hafi ekki átt svör við honum. Með bættum varnarleik þá lifnaði eðlilega yfir Björgvin Páli Gústavssyni markverði sem varði 14 skot, 45%, á þeim 50 mínútum sem hann stóð vaktina.
Arnór Snær Óskarsson fór á kostum, ekki síst í fyrri hálfleik og skoraði þá fimm mörk í sex skotum.
Valur settist í annað sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum, en jafn Aftureldingu sem sækir Þór heim annað kvöld.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Úrslit leikja kvöldsins og markaskor.
Stjarnan – ÍR 27:27 (16:14).
Mörk Stjörnunnar: Benedikt Marinó Herdísarson 7/3, Daníel Karl Gunnarsson 6, Hans Jörgen Ólafsson 4, Ísak Logi Einarsson 3, Gauti Gunnarsson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Pétur Árni Hauksson 1, Starri Friðriksson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 12, 31,6%.
Mörk ÍR: Jökull Blöndal Björnsson 8, Baldur Fritz Bjarnason 6/2, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Bernard Kristján Owusu Darkoh 3, Eyþór Ari Waage 3, Nathan Doku Helgi Asare 2, Róbert Snær Örvarsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 14/1, 34,1%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
HK – Valur 24:33 (9:17).
Mörk HK: Haukur Ingi Hauksson 5, Tómas Sigurðarson 4, Örn Alexandersson 4, Sigurður Jefferson Guarino 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Ágúst Guðmundsson 2, Andri Þór Helgason 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1, Leó Snær Pétursson 1, Styrmir Máni Arnarsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 10, 27% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 14,3%.
Mörk Vals: Gunnar Róbertsson 8/1, Arnór Snær Óskarsson 7/1, Andri Finnsson 5, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Allan Norðberg 2, Björgvin Páll Gústavsson 1, Dagur Árni Heimisson 1, Daníel Örn Guðmundsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13/1, 44,8% – Jens Sigurðarson 0.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Selfoss – Haukar 30:35 (16:16).
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 6/3, Valdimar Örn Ingvarsson 4, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Guðjón Óli Ósvaldsson 3, Anton Breki Hjaltason 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Hákon Garri Gestsson 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Árni Ísleifsson 1, Gunnar Kári Bragason 1, Sölvi Svavarsson 1, Jason Dagur Þórisson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 12/2, 26,7%.
Mörk Hauka: Freyr Aronsson 10, Hergeir Grímsson 7/1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Össur Haraldsson 4/1, Þráinn Orri Jónsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Birkir Snær Steinsson 2.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11/1, 28,2%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.




