ÍR fór upp í fjórða sæti Olísdeildar kvenna í dag í fyrsta sinn á leiktíðinni þegar liðið vann Selfoss, 20:19, í Sethöllinni á Selfossi í 18. umferð deildarinnar. Selfoss-liðið fór þar með niður í fimmta sæti stigi á eftir ÍR sem hefur sem stendur heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, fari svo að liðin hafi ekki sæta skipti á nýjan leik.
Breiðhyltingar virðast kunna vel við sig á Selfossi því aðeins eru tvö ár síðan liðið vann allar þrjár viðureignir liðanna í umspili um sæti í Olísdeildinni sem fram fóru í Sethöllinni.
ÍR var sterkara liðið lengi fram eftir leiknum og hafði fjögurra marka forskot í hálfleik, 13:9.
Framan síðari hálfleik var varnarleikur Selfossliðsins afar öflugur og það skilað sér í að liðið jafnaði metin, 15:15, um miðjan síðari hálfleik. ÍR-ingar létu aldrei frumkvæðið af hendi þótt hart væri að þeim sótt.
Perla Ruth Albertsdóttir jafnaði metin, 19:19, fyrir Selfoss tveimur og hálfri mínútu fyrir leikslok. Ásthildur Berta Bjarkadóttir skoraði 20. mark Selfoss um mínútu síðar eftir hraðaupphlaup. Markið reyndist skipta sköpum hvorum megin stigin tvö höfnuðu þegar upp var staðið því þrátt fyrir ákafan vilja til þess að jafna metin þá tókst Selfoss-liðinu það ekki.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 8/1, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Katla María Magnúsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 10, 33,3%.
Mörk ÍR: Katrín Tinna Jensdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Vaka Líf Kristinsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 15, 44,1%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.