ÍR-ingar nýttu tækifærið í dag, þegar Hörður tapaði, og tylltu sér einir í efsta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik hvar þeir munu sitja yfir hátíðirnar. ÍR lagði ungmennalið Aftureldingar með 11 marka mun, 36:25, að Varmá. Breiðhyltingar voru með yfirhöndina frá upphafi til enda og var forskot þeirra m.a. sjö mörk að loknum fyrri hálfleik, 16:9.
ÍR hefur þar með 18 stig eftir 10 leiki og er tveimur stigum á undan Herði frá Ísafirði sem tapaði fyrir Þór í hörkuleik í Höllinni á Akureyri eins og getið er um hér.
Þar með er ljóst að lið ÍR verða efst yfir jól og áramót í báðum Grill66-deildunum.
Þór hefur 14 stig eins og Fjölnir sem á leik til góða þegar þetta er skrifað.
Ungmennalið Aftureldingar er rétt fyrir neðan miðja deild.
Mörk Aftureldingar: Ágúst Atli Björgvinsson 8, Stefán Guðmundur Scheving 6, Agnar Ingi Rúnarsson 4, Hilmar Ásgeirsson 2, Grétar Jónsson 2, Böðvar Guðmundsson Scheving 2, Ægir Líndal Unnsteinsson 1.
Mörk ÍR: Viktor Sigurðsson 8, Gabríel Freyr Kristinsson 6, Kristján Orri Jóhannsson 5, Ólafur Haukur Matthíasson 3, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Viktor Freyr Viðarsson 2, Egill Már Hjartarson 2, Egill Skorri Vigfússon 2, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 1, Eyþór Waage 1, Ólafur Atli Malmquist 1, Skúli Björn Ásgeirsson 1, Tómas Starrason 1.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.