Neðsta lið Olísdeildar karla í handknattleik, ÍR, er komið í undanúrslit bikarkeppni HSÍ. ÍR-ingar unnu sannfærandi sigur á Fjölni, 42:34, í viðureign liðanna í Fjölnishöllinni í kvöld. Aldrei var vafi á því hvort liðið væri öflugra í leiknum. ÍR var fimm mörkum yfir í hálfleik, 21:16.
Undanúrslitaleikirnir tveir fara fram fimmtudaginn 26. febrúar.
Haukar tryggðu sér einnig sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Þeir lögðu HK-inga, 28:21, í Kórnum í Kópavogi eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11.
Aron Rafn Eðvarðsson átti stórleik í marki Hauka með 19 skot varin auk þess að skora eitt mark. Stóri munurinn á liðunum lá ekki síst í frammistöðu Arons Rafns.
HK – Haukar 21:28 (11:16).
Mörk HK: Tómas Sigurðarson 5, Haukur Ingi Hauksson 4, Ágúst Guðmundsson 4, Leó Snær Pétursson 2, Hjörtur Ingi Halldórsson 1, Gunnar Dan Hlynsson 1, Styrmir Hugi Sigurðarson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1, Andri Þór Helgason 1, Sigurður Jefferson Guarino 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 6, 22,2% – Róbert Örn Karlsson 1, 16,7%.
Mörk Hauka: Freyr Aronsson 8, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Sigurður Snær Sigurjónsson 4, Arnór Róbertsson 3, Andri Fannar Elísson 3/2, Birkir Snær Steinsson 2, Hergeir Grímsson 2, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Jón Ómar Gíslason 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19, 47,5%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Fjölnir – ÍR 34:42 (16:21).
Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 10/2, Brynjar Óli Kristjánsson 8, Heiðmar Örn Björgvinsson 5, Óli Fannar Pedersen 3, Victor Máni Matthíasson 3, Kristján Ingi Kjartansson 2, Viktor Berg Grétarsson 1, Júlíus Flosason 1, Alex Máni Oddnýjarson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 8, 16,7% – Pétur Þór Óskarsson 1, 33,3%.
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 13/4, Bernard Kristján Owusu Darkoh 8, Sveinn Brynjar Agnarsson 8, Jökull Blöndal Björnsson 7, Nathan Doku Helgi Asare 3, Bjarki Steinn Þórisson 1, Eyþór Ari Waage 1, Róbert Snær Örvarsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 16, 33,3%, Alexander Ásgrímsson 3/2, 60%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.


