ÍR vann ungmennalið HK, 29:22 í Kórnum, og ungmennalið Vals vann öruggan sigur á Selfossi, 33:26, í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í gær. Valsliðið er þar með áfram í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir ungmennaliði Fram sem hefur verið í forystusætinu alla leiktíðina.
ÍR-ingar eru í fimmta sæti með 16 stig þegar einni umferð er ólokið í Grill 66-deildinni. Lokaumferðin fer fram á föstudagskvöld. ÍR var með þriggja marka forskot í hálfleik gegn ungmennalið HK sem er í sæti á eftir Breiðholtsliðinu.
Selfoss var marki yfir gegn ungmennaliði Vals, 15:14, í Hleðsluhöllinni á Selfossi en hélt ekki út og situr áfram í neðsta sæti með fjögur stig.
Í lokaumferð Grill 66-deildar kvenna mætast:
Fram U – HK U
ÍR – Selfoss
Valur U – Fjölnir-Fylkir
Afturelding – Víkingur
Afturelding hefur þegar tryggt sér sæti í Olísdeildinni.
Allir leikirnir hefjast klukkan 19.30 á föstudaginn.
Selfoss – Valur 26:33 (15:14)
Mörk Selfoss: Tinna Rós Traustadóttir 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 7, Agnes Sigurðardóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir 3, Hugrún Tinna Róbertsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Mörk Vals U.: Lilja Ágústsdóttir 7, Vala Magnúsdóttir 6, Hanna Karen Ólafsdóttir 6, Karlotta Óskarsdóttir 4, Ída Magrét Stefánsdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 3, Vaka Sigríður Ingólfsdóttir 2, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1, Signý Pála Pálsdóttir 1.
HK U – ÍR 22:29 (10:13)
Mörk HK U.: Sara Katrín Gunnarsdóttir 6, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Lovísa Líf Helenudóttir 4, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1, Leandra Náttsól Salvamoser 1, Amelía Laufey M. Gunnarsdóttir 1.
Mörk ÍR: Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 6, Ólöf Marín Hlynsdóttir 5, María Leifsdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Hildur María Leifsdóttir 3, Auður Margrét Pálsdóttir 2, Fanney Ösp Finnsdóttir 2, Adda Sólbjört Högnadóttir 1, Auður Valdimarsdóttir 1, Guðrún Maryam Rayadh 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.