- Auglýsing -
Efsta lið Grill66-deildar karla, ÍR, slapp með skrekkinn í kvöld í heimsókn sinni í Origohöllina hvar liðið mætti ungmennaliði Vals. ÍR-ingum tókst að knýja fram nauman sigur, 28:27, eftir að hafa verið þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 15:12.
ÍR hefur þar með fjögurra stiga forskot í efsta sæti deildarinnar, 24 stig eftir 13 leiki. Fjölnir og Hörður eru á eftir með 20 stig. Harðarmenn eiga leik til góða á ÍR-liðið.
Ungmennaliðið hafði sýnt í undanförnum leikjum að það er til alls líklegt þótt það hafi aðeins náð að kroppa saman fimm stigum á keppnistímabilinu. Valsararnir ungu náði að velgja leikmönnum ÍR hressilega undir uggum og láta þá hafa verulega fyrir stigunum tveimur.
Mörk Vals U.: Tómas Sigurðarson 8, Tryggvi Garðar Jónsson 7, Jóel Bernburg 3, Ísak Logi Einarsson 3, Sigurður Bjarni Thoroddsen 2, Loftur Ásmundsson 1, Þorgeir Arnarsson 1, Viktor Andri Jónsson 1, Knútur Gauti Eymarsson Kruger 1.
Mörk ÍR: Viktor Sigurðsson 7, Kristján Orri Jóhannsson 5, Dagur Sverrir Kristjánsson 5, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Eyþór Waage 2, Andri Heimir Friðriksson 2, Bjarni Steinn Þórisson 2, Ólafur Atli Malmquist 1, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 1.
Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.
- Auglýsing -