- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar voru mikið sterkari í uppgjörinu

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir hornamaður ÍR. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

ÍR-ingar unnu öruggan sigur á Aftureldingu í uppgjöri nýliða Olísdeildar kvenna í handknattleik í Skógaseli í dag, 31:26. Aftureldingarliðið, sem vann Grill 66-deildina í vor, var fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 16:12.


Leikmenn ÍR virtust reiðubúnir í leikinn strax í upphafi á meðan svo var að sjá að sviðsskrekkur hrjáði Mosfellinga. Sóknarleikur Aftureldingar var slakur, náði aldrei takti. Fyrir vikið átti ÍR-liði ekki í erfiðleikum með að verjast og sækja mikið með hraðaupphlaupum. ÍR var mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfeik og það oftar en einu sinni.

Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar á hliðarlínunni í Skógarseli í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar tók tvisvar leikhlé á fyrstu 20 mínútum fyrri hálfleiks til þess að koma stjórn leik liðsins. Allt virtist koma fyrir ekki.

Ástandið batnaði lítt framan af fyrri hálfleik hjá Aftureldingu. Vörnin hélt um tíma aðeins betur en síðan sótti aftur í fyrra far og segja að má að aldrei hafi sú staða komið upp í síðari hálfleik að svo virtist sem Afturelding gæti ógnað ÍR-liðinu.

Sylvía Sigríður Jónsdóttir, ÍR, að komast í skotfæri í leiknum. Hún skoraði eitt mark. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Varnarleikur ÍR var góður og Ísabella Schöbel Björnsdóttir markvörður varði vel. Í sóknarleiknum munar mikið fyrir ÍR að hafa fengið Söru Dögg Hjaltadóttur að láni frá Val. Hún og Karen Tinna Demian eru hættulegar í sókninni. Fleiri leikmenn hefur ÍR-liðið sem bit er í. Má þar m.a. nefna hornakonuna Hönnu Karen Ólafsdóttur.

Eftir á tíðum góða leiki í UMSK-mótinu og Ragnarsmótinu þá var frammistaða Aftureldingar að þessu sinni talsvert skref aftur á bak. Engu virtist breyta þótt Sylvía Björt Blöndal birtist óvænt en hún var sögð vera farin til náms í Danmörku.

Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 11/4, Hanna Karen Ólafsdóttir 7, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Erla María Magnúsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 2, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 14, 35,9% – Hildur Öder Einarsdóttir 2/2, 66,6%.

Mörk Aftureldingar: Hildur Lilja Jónsdóttir 7/2, Sylvía Björt Blöndal 7, Susan Ines Gamboa 4, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Fanney Ösp Finnsdóttir 1, Katrín Helga Davíðsdóttir 1, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 9, 23,7%.

Leikjdagskrá Olísdeilda.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í Skógarseli textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -