- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR var nærri sigri – Valur hafði betur á Ásvöllum

Benedikt Gunnar Óskarsson handknattleiksmaðurinn öflugi hjá Val. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

ÍR-ingar voru grátlega nærri því að hirða bæði stigin gegn Aftureldingu í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í Skógarseli í kvöld. Eftir afar jafnan leik þá jafnaði Ihor Kopyshynskyi metin, 31:31, fyrir Aftureldingu á síðustu sekúndum leiksins eftir að Mosfellingar höfðu tekið leikhlé. Rétt áður hafði Arnar Freyr Guðmundsson komið ÍR yfir enn einu sinni í leiknum.


Í jöfnum leik voru ÍR-ingar yfirleitt á undan að skora og náðu oft og tíðum í síðari hálfleik allt að tveggja marka forskoti. Afturelding náði fyrst að komast yfir í síðari hálfleik og sennilega í eina skiptið, 25:24, þegar tíu mínútur voru til leiksloka.


ÍR var marki yfir í hálfleik, 17:16. Liðið er í 10. sæti með fimm stig eftir níu leiki og sýndi svo sannarlega að það er enn líf í liðinu eftir daufa frammistöðu í síðustu viðureignum.


Afturelding er í þriðja til fjórða sæti með 12 stig eins og FH.

Hressari Haukar

Valur mátti hafa sig allan við að vinna baráttuglaða Hauka sem virtust hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga með nýjum þjálfara, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Haukar voru síst lakara liðið lengst af leiksins en mátti sætta sig við tveggja marka tap þegar upp var staðið, 34:32. Valur var marki yfir þegar fyrri hálfleik var lokið, 17:16, á Ásvöllum.


Haukar misstu Stefán Rafn Sigurmannsson af leikvelli þegar sex sekúndur voru til loka leiktímans í fyrri hálfleik. Hann fékk þá rautt spjald fyrir að slæma hönd í andlit Agnars Smára Jónssonar. Dómararnir áttu ekki annarra kosta völ en að draga spjald upp úr vasa sínum.


Magnús Óli Magnússon meiddist snemma leiks og reyndi síðan að taka þátt í leiknum á ný í upphafi síðari en neyddist til að fara af leikvelli.


ÍR – Afturelding 31:31 (17:16).
Mörk ÍR: Arnar Freyr Guðmundsson 10/2, Viktor Sigurðsson 6, Friðrik Hólm Jónsson 5, Dagur Sverrir Kristjánsson 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Róbert Snær Örvarsson 2, Bjarki Steinn Þórsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 12/1, 27,9%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 6/1, Birkir Benediktsson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 6/3, Ihor Kopyshynskyi 4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Haukur Guðmundsson 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 4/1, 18,2% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 7,1%.


Haukar – Valur 32:34 (16:17).
Mörk Haukar: Brynjólfur Snær Brynjólfsson 8/4, Geir Guðmundsson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 5/1, Andri Már Rúnarsson 5, Heimir Óli Heimisson 3, Össur Haraldsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Adam Haukur Baumruk 2.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 5, 26,3% – Matas Pranckevicus 3, 13%.
Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 5/2, Aron Dagur Pálsson 4, Arnór Snær Óskarsson 4/1, Finnur Ingi Stefánsson 4, Tryggvi Garðar Jónsson 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 3, Vignir Stefánsson 3, Stiven Tobar Valencia 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Bergur Elí Rúnarsson 1, Agnar Smári Jónsson 1, Magnús Óli Magnússon 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10, 23,8%.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur9801297 – 25216
Fram9531269 – 26113
Afturelding9522263 – 24412
FH9522258 – 25512
Stjarnan9432266 – 25011
ÍBV8422276 – 23710
Selfoss9414270 – 2739
KA9225252 – 2676
Grótta7214199 – 1985
ÍR9216251 – 3095
Haukar8215228 – 2315
Hörður9009262 – 3140
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -