- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íranskur markvörður bætist í hópinn

Iranski markvörðurinn Mohsen Babasafari Renani með íranska landsliðinu á HM 2015. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Einn þriggja nýrra liðsmanna Harðar á Ísafirði sem fékk leikheimild í gær, skömmu áður en félagaskiptaglugganum var lokað, er íranski markvörðurinn Mohsen Babasafari Renani. Hann kemur til Harðar frá rúmenska liðinu HC Buzău.


Babasafari er 35 ára gamall. Hann var í landsliði Írana á HM 2015 en þá tóku Íranir fyrst þátttakendur á heimsmeistaramóti karla í handknattleik. Samkvæmt Wikipediu lék Babasafari 138 landsleiki fyrir Íran frá 2004 til 2020.


Íran var aftur með á HM í Svíþjóð og Pólland og komst í milliriðlakeppnina. Renani var ekki í leikmannahópi Írana á mótinu eftir því sem næst verður komist.

Reyndur markvörður

Í gagnagrunni Handknattleikssambands Evrópu yfir þátttöku í leikjum í Evrópukeppni félagsliða kemur fram að Babasafari hafi leikið með Politehnica Timisoara og Steaua Búkarest í Rúmeníu, Tatabanya í Ungverjalandi og Göztepe í Tyrklandi. Ljóst að reynsla markvarðarins er mikil af evrópskum handknattleik.

Ekki á flæðiskeri staddir

Lið Harðar ætti ekki að vera á flæðiskeri statt með markverði. Renani er fjórði markvörðurinn í hópnum. Hinir eru Stefán Freyr Jónsson, Rolands Lebedevs og Emanuel Evangelista.


Aðrir nýir leikmenn í hópi Harðar sem fengu leikheimild í gær eru Rússinn Alexander Tatarintsev og Frakkinn Leó Renaud-David en áður hefur verið sagt frá komu þeirra.


Hörður sækir KA-menn heim í Olísdeild karla á laugardaginn. Hörður átti að mæta ÍBV á Ísafirði á síðasta laugardag en leiknum var frestað vegna þess að ekki var fært með flugi til Ísafjarðar. Svo er að sjá að annnar leikdagur ekki hafa verið ákveðinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -