Ísak Gústafsson leikmaður Selfoss var valinn besti leikmaður Ragnarsmótsins í handknattleik karla sem lauk síðdegis í dag með sigri ÍBV. Ísak fór á kostum með Selfossliðinu á mótinu og skoraði m.a. 29 mörk í þremur leikjum. Hann varð jafnframt markahæsti leikmaður mótsins.
Annað árið í röð var Petar Jokanovic, markvörður ÍBV, valinn besti markvörður Ragnarsmótsins.
Samherji Jokanovic, Arnór Viðarsson þótti skara fram úr öðrum varnarmönnum sem komu við sögu.
Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu, var valinn sóknarmaður mótsins.
Röð liðanna á mótinu:
1. sæti: ÍBV.
2. sæti: Afturelding.
3. sæti: Selfoss.
4. sæti: Fram.
5. sæti: Hörður.
6. sæti: KA.
Ragnarsmótið í kvennaflokki hefst þriðjudaginn 30. ágúst.
Stórsigur tryggði ÍBV bikarinn á Selfossi.
Selfoss hirti þriðja sætið.
Hörður skellti KA og krækti í fimmta sætið.