- Auglýsing -

Ísak hóf tímabilið með stórleik í Drammen – Tveir Íslendingar með Kolstad

- Auglýsing -


Landsliðsmarkvörðurinn Ísak Steinsson átti stórleik með Drammen HK þegar liðið vann nýliða Sanderfjord með níu marka mun, 33:24, í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar á heimavelli í gær. Ísak varði 17 skot, þar af eitt vítakast, 43% hlutfallsmarkvarsla.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði eitt mark fyrir Sanderfjord í frumraun sinni í norsku úrvalsdeildinni. Honum var einu sinni vikið af leikvelli. Phil Döhler, fyrrverandi markvörður FH, varði 12 skot, 34%.

Benedikt Gunnar með fjögur

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk þegar sigurvegarar úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar, Kolstad, vann nauman sigur á Bergen Håndbold, 29:26, í Björgvin í gær. Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrirliði Kolstad skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu. Arnór Snær Óskarsson var ekki leikmannahópi Kolstad. Sömu sögu má segja um Sigurjón Guðmundsson markvörð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -