- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland á næst flesta þjálfara á HM

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla fylgist einbeittur með. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Að undanskildum Spánverjum eiga Íslendingar og Frakkar flesta landsliðsþjálfara sem stýra liðum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst í Póllandi 11. janúar. Af 32 landsliðum mótsins verða sex þeirra undir stjórn spænskra þjálfara. Þrír Frakkar og þrír Íslendingar koma þar á eftir. Þeir eru Alfreð Gíslason með þýska landsliðið, Aron Kristjánsson þjálfari landsliðs Barein og Guðmundur Þórður Guðmundsson með íslenska landsliðið.


Næst á eftir koma Danmörk, Svartfjallaland, Noregur og Portúgal. Tveir landsliðsþjálfara eru frá hverju landi.


Á HM 2021 í Egyptalandi voru fjórir íslenskir þjálfarar í kastljósunum. Auk Alfreðs og Guðmundar Þórðar, sem eru á sínum stað nú sem áður, var Dagur Sigurðsson með japanska landsliðið og Halldór Jóhann Sigfússon við stjórnvölin hjá landsliði Barein. Japanska landsliðið er ekki með á HM að þessu sinni.


Á HM 2019 voru þrír íslenskir þjálfarar með lið á mótinu. Guðmundur Þórður með íslenska landsliðið, Dagur með það japanska og Aron þjálfaði þá landslið Barein.

Landslið:Nafn:Þjóðerni:
EgyptalandRoberto Garcia ParrondoSpánn
AlsírRabah GherbiAlsír
BareinAron KristjánssonÍsland
BelgíaYerime SyllaFrakkland
BrasilíaMarcus OliveraBrasilía
ChileAitor EtzaburuSpánn
DanmörkNikolaj JacobsenDanmörk
ÞýskalandAlfreð GíslasonÍsland
FrakklandGuillaume GilleFrakkland
ÍranVeselin VujovicSvartfjallaland
ÍslandGuðmundur Þ. GuðmundssonÍsland
GrænhöfðaeyjarLjubomir ObradovicSerbíu
KatarValero RiveraSpánn
KróatíaHrvoje HorvatKróatía
MarokkóNoureddine BoudiouiMarokkó
SvartfjallalandZoran RoganovicSvartfjallaland
HollandStaffan OlssonSvíþjóð
N-MakedóníaKiril LazarovN-Makedóníu
NoregurJonas WilleNoregur
PóllandPatryk RombelPólland
PortúgalPaulo PereiraPortúgal
Sádi ArabíaJan PytlickDanmörk
SvíþjóðGlenn SolbergNoregur
SerbíaToni GeronaSpánn
SlóveníaUroz ZormanSlóvenía
SpánnJordi RiberaSpánn
Suður KóreaRoland FreitasPortúgal
TúnisPatrick GazalFrakkland
UngverjalandChema RodriguezSpánn
ÚrúgvæNicholas GuerraÚrúgvæ
BandaríkinRobert HedinSvíþjóð

Samantekt frá Handball-world.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -