Íslenska landsliðið hafnaði í sjötta sæti á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða karla eftir tveggja marka tap, 33:31, fyrir heimamönnum í egypska landsliðinu í úrslitaleik um fimmta sætið í Kaíró í dag. Ísland var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12. Það dugði skammt þegar kom fram í síðari hálfleik. Heimamenn vel studdir af um 4.000 áhorfendum sneru taflinu við og voru sterkari þegar á leið.
Íslenska liðið getur engu að síður vel við unan að hafna í sjötta sæti þótt það hafi nærri að komast ennþá lengra á mótinu.
Íslenska liðið réði lögum og lofum í fyrri hálfleik, jafnt í vörn sem sókn. Langar sóknir og góður varnarleikur sló Egypta út af laginu.
Strax í upphafi síðari hálfleiks hófu Egyptar að leika maður á manni í vörninni, allt fram undir miðja leikvöllinn. Forskot íslenska liðsins var komið niður í eitt mark, 19:18, eftir átta mínútur. Þá skipti íslenska liðið yfir í sjö manna sóknarleik. Hann gekk vel framan af og aftur náðist þriggja marka forskot, 22:19. Egyptar náðu hinsvegar að jafna metin, 22:22. Tvö markanna í autt íslenskt mar. Eftir það var leikurinn í járnum. Liðin skiptust á að um vera marki yfir alla þar til tvær mínútur voru eftir er Egyptar komst tveimur mörkum yfir. Þeim tókst að hagna á því forskoti til loka.
Mörk Íslands: Dagur Árni Heimisson 9, Ágúst Guðmundsson 6/2, Andri Erlingsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 3, Marel Baldvinsson 3, Stefán Magni Hjartarson 2, Dagur Leó Fannarsson 1, Daníel Montoro 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 8, 22% – Sigurjón Bragi Atlason 1, 25%.
HM19-’25: Leikjadagskrá – leikir um sæti
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.