Íslenska landsliðið í handknattleik er að taka þátt í lokakeppni Evrópumóts í 12. sinn. Í kvöld leikur liðið annan leik sinn í keppninni að þessu sinni þegar það mætir hollenska landsliðinu í MVM Dome í Búpdapest klukkan 19.30. Ísland vann Portúgal í upphafsleik liðanna í keppninni að þessu sinni á föstudagskvöld, 28:24.
Aðeins einu sinni hefur íslenska landsliðið unnið tvo fyrstu leiki sína í lokakeppni EM og það var á síðasta móti, EM 2020 í Svíþjóð. Þá vann Ísland heimsmeistara Dana, 31:30, í fyrsta leik og fylgdi því eftir með að leggja Rússa tveimur dögum síðar, 34:23.
Fimm sinnum hefur íslenska landsliðið verið taplaust eftir fyrstu leikina tvo í lokakeppni EM, 2002, 2006, 2010, 2014 og 2020.
Hér fyrir neðan eru úrslit í tveimur fyrstu leikjum á EM frá árinu 2000 þegar Ísland var með í fyrsta sinn.
2000 – Króatía:
Ísland – Svíþjóð 23:31.
Ísland – Portúgal 25:28.
2002 – Svíþjóð:
Ísland – Spánn 24:24.
Ísland – Slóvenía 31:25.
2004 – Slóvenía:
Ísland – Slóvenía 28:34.
Ísland – Ungverjaland 29:32.
2006 – Sviss:
Ísland – Serbía/Svartfjallaland 36:31.
Ísland – Danmörk 28:28.
2008 – Noregur:
Ísland – Svíþjóð 19:24.
Ísland – Slóvakía 28:22.
2010 – Austurríki:
Ísland – Serbía 29:29.
Ísland – Austurríki 37:37.
2012 – Serbía:
Ísland – Króatía 29:31.
Ísland – Noregur 34:32.
2014 – Danmörk:
Ísland – Noregur 31:26.
Ísland – Ungverjaland 27:27.
2016 – Pólland:
Ísland – Noregur 26:25.
Ísland – Hvíta-Rússland 38:39.
2018 – Króatía:
Ísland – Svíþjóð 26:24.
Ísland – Króatía 22:29.
2020 – Svíþjóð/Noregur/Austurríki:
Ísland – Danmörk 31:30.
Ísland – Rússland 34:23.
2022 – Ungverjaland/Slóvakía:
Ísland – Portúgal 28:24.
Ísland – Holland ??:??.