- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland í 10. sæti á HM – veik von sæti í ÓL-forkeppni

Talsvert vatn á eftir að renna til sjávar áður ljóst verður hvort íslenska landsliðið kemst í forkeppni ÓL 2024. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eins og sakir standa hafnar íslenska landsliðið í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem stendur yfir í Svíþjóð og Póllandi. Eftir að keppni lauk í milliriðlum eitt og tvö í gærkvöld var byrjað að raða þjóðum niður í sæti eftir árangri. Fyrir tveimur árum kom 20. sætið í hlut Íslands.


Slóvenar eru í 9. sæti þar sem þeir hafa betri markatölu en Ísland. Veik von er til þess að eitthvað af þeim liðum sem falla utan átta efstu sæta mótsins eigi von um að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í mars á næsta ári. Helgast það m.a. af því að Egyptaland verður væntanlega á meðal átta efstu á mótinu en talið er líklegt að Egyptar verði Afríkumeistarar og fái þar með beinan keppnisrétt á Ólympíuleikunum. Þeir fari þar með ekki í forkeppnina.

Óskýrt fram yfir EM að ári

Allar vangaveltur um hver hreppir þar með viðbótarsæti í forkeppninni skýrast ekki fyrr en eftir Evrópumótið sem fram fer í Þýskalandi að ári. Evrópumeistararnir fá farseðil á leikana sumarið 2024 eins og flestir álfumeistarar.

Aukasætið Evrópu í forkeppninni kemur í hlut þess sem bestum árangri nær á EM af þeim sem þá þegar hafa ekki á annað borð tryggt sér keppnisrétt í forkeppninni sem eru sex lið frá HM 2023 auk heimsmeistaranna væntanlegra.

Þetta er allt fremur óljóst og óskýrt og þess vegna best að hvíla drauminn um sæti í forkeppni ÓL þangað til eftir EM að ári liðnu. Ljóst er þó að Slóvenar eru á undan íslenska landsliðinu eins og sakir standa.

Í gegnum tíðina hefur það lið sem hreppt hefur viðbótarsæti Evrópu í forkeppni ÓL hafnaði í riðli með tveimur öðrum Evrópuþjóðum og síðan einu slakara lið frá Afríku, Asíu eða Suður-Ameríku. Íslands var í slíkum riðli í forkeppni ÓL vorið 2008. Sá keppnisréttur var til eftir Ísland hreppti í áttunda sætið á HM 2007.


Auk Slóvena í 9. sæti á HM og Íslands í 10. sæti kemur 12. sæti mótsins í hlut Portúgal. Pólverjar verma 13. sæti, Brasilía það 17., Svartfellingar eru í 18. sæti, Grænhöfðaeyjar í 21. sæti og Íran í 22. sæti. Hvernig skipast í fleiri sæti á bilinu níu til 24 skýrist í kvöld eftir að milliriðlakeppni verður lokið í riðlum þrjú og fjögur.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -