- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland í átta liða úrslit EM – kirsuberið ofan á tertuna, segir Halldór

Íslensku piltarnir eru komnir í átta liða úrslit á EM í Slóveníu. Ljósmynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, er komið í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Slóveníu þrátt fyrir tap fyrir Svíum í lokaumferðinni í dag. Íslenska liðið er annað af tveimur með bestan árangur í öðru sæti riðlanna og flýtur áfram í átta liða úrslit. Um leið er farseðill á heimsmeistaramót 21 árs landsliða í Póllandi á næsta ári í hendi.

Þýska landsliðið fór áfram sem annað sætislið úr A, B og C-riðlum. Ísland úr D, E og F-riðlum.

Úrslit síðustu leikjanna í D og E-riðlum voru íslenska liðinu hagstæð. Norðmenn lögðu Ungverja, 35:32, og Danir unnu stórsigur á Slóvenum, 34:25. Ef annar leikurinn hefði endað með jafntefli hefði íslenska liðið setið eftir.

Þjóðverjar komust áfram úr A, B og C-riðlum og verða með Dönum, Svíum og Norðmönnum í riðli átta liða úrslitanna.

Leikir Íslands í milliriðlakeppni átta liða úrslita:
Portúgal - Ísland, 15. júlí kl. 12.20
Ísland - Austurríki, 16. júlí, kl. 10.
Spánn - Ísland, 18. júlí, kl. 12.20.
- Allir leiktímar miðaðir við tímann á Íslandi.
Halldór Jóhann Sigfússon annar þjálfari íslenska landsliðsins kampakátur með leikmönnum. Mynd/EHF

Með heimsmeisturum í riðli

Í átta liða úrslitum verður íslenska landsliðið í riðli með heimsmeisturum 19 ára landsliða, Spánverjum, grönnum þeirra Portúgal og Austurríki. Fyrsti leikurinn verður á mánudaginn en einnig verður leikið á þriðjudag og miðvikudag. Leikjaniðurröðun liggur fyrir síðar í kvöld ásamt leiktímum. Liðin byrja án stiga.

Norðmenn stóðust prófið

„Það er ekki oft sem við verðum að treysta á Norðmenn en þeir stóðust prófið og lögðu Ungverja,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon annar þjálfara U20 ára landsliðs karla léttur í bragði þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans þar sem Halldór var ljúka við að fylgjast með síðustu leikjum í D og F-riðlum.

„Sæti í átta liða úrslitum og keppnisréttur á HM að ári er kirsuberið ofan á tertuna. Um leið er ljóst að framundan eru mjög erfiðir leikir,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon annar þjálfara u20 ára landsliðsins í samtali við handbolta.is þegar ljóst var að Ísland verður á meðal átta efstu á EM 20 ára landsliða að þessu sinni.

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -