- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland í fyrsta styrkleikaflokki – sleppur við Pólverja og Króata

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður í efsta styrkleikaflokki, annað mótið í röð, þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Dregið verður í Katowice í Póllandi síðdegis laugardaginn 2. júlí.

Ísland var einnig í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla undankeppni Evrópumótsins á dögunum. Gróf mynd er komin á styrkleikaflokkana sem dregið verður úr í átta riðla með fjórum liðum í hverjum.

Ungur drengur fylgist einbeittur með viðureign Íslands og Austurríki á Ásvöllum á miðvikudaginn. Hver veit nema að þarna sé landsliðsmaður framtíðarinnar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Til viðbótar er ljóst að íslenska landsliðið verður ekki í riðli með Króötum og Pólverjum úr öðrum styrkleikaflokki, sem verður að teljast kostur. Króatar hafa í gegnum tíðina reynst íslenska landsliðinu óþægur ljár í þúfu. Pólverjar leika á heimavelli og hefur talist kostur að forðast í lengstu lög að mæta gestgjöfum stórmóta.


Króötum og Pólverjum hefur verið raðað niður í riðla. Pólverjar verða í B-riðli sem leikinn verður í Katowice og Króötum hefur verið komið fyrir í G-riðli sem leikinn verður í Jönköping. Íslenska landsliðið tekur sæti í D-riðli en leikir þess riðils verða háðir í Kristianstad.

Sigurreifir á leið á heimsmeistaramótið í handknattleik í janúar á næsta ári. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Meiri möguleikar

Kosturinn við að vera í fyrsta styrkleikaflokki er sá að þá verður komist hjá að mæta allra sterkustu landsliðunum í riðlakeppninni, þ.e. á fyrsta stigi mótsins. Þar af leiðandi aukast möguleikarnir á að taka með stig í milliriðla. Að vera með stig í pokahorninu í milliriðlum getur reynst dýrmætt.


Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkar, eða pottarnir, sem dregið verður úr 2. júlí í Katowice. Íslenska landsliðið mun dragast gegn einu liði úr öðrum, þriðja og fjórða flokki.

1. flokkur:2. flokkur:3. flokkur:4. flokkur:
DanmörkKatarSerbíaÚrúgvæ
SvíþjóðKróatíaArgentínaAfríka4
SpánnBelgíaUngv.landAfríka4
FrakklandBrasilíaBareinÍran
NoregurPortúgalS.ArabíaS.Kórea
ÍslandPóllandAfríka2N.Ameríka
ÞýskalandSvartfj.landChilewild card 1
Afríka1N.MakedóníaAfríka3wild card 2

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, ákveður hverjir fá boðskort, wild card, á mótið. Getgátur eru um að boðskortin komi í hlut Slóveníu og Japans.

Undankeppni í Afríku og í Norður Ameríku á eftir að fara fram. Reyndar fer Afríkukeppnin ekki fram fyrr að búið verður að draga í Katowice. Á ýmsu hefur gengið við að koma keppninni á dagskrá eins og fyrr hefur verið rakið á handbolta.is.

Leikstaðir:
A-riðill, Kraká: Pólland.
B-riðill, Katowice: Frakkland eða Afríka1, Pólland.
C-riðill, Gautaborg: Svíþjóð.
D-riðill, Kristianstad, Ísland.

Áfram Ísland! Mynd/Hafliði Breiðfjörð

E-riðill, Katowice, Þýskaland.
F-riðill, Kraká: Noregur.
G-riðill, Jönköping: Frakkland eða Afríka1, Króatía
H-riðill, Malmö: Danmörk.

Í milliriðlakeppni mætast liðin úr C- og D-riðlum svo dæmi sé tekið um framhaldið en það er síðari tíma vangaveltur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -