- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland í öðrum flokki eins og fyrir tveimur árum

Dregið verður í riðla undankeppni EM kvenna fimmtudaginn 20. mars. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna 2026 í Cluj-Napoca í Rúmeníu á fimmtudaginn í næstu viku. Ísland var einnig í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppnina fyrir tveimur árum og dróst á móti Svíþjóð úr fyrsta flokki, Færeyjum úr þriðja flokki og Lúxemborg úr fjórða flokki.


Í undankeppninni mætast 24 lið í sex fjögurra liða riðlum. Efstu tvö liðin í hverjum riðli fara beint á móti auk fjögurra af þeim sex liðum sem eru með bestan árangur í þriðja sæti tryggja sér þátttökurétt á EM kvenna 2026 sem fer fram Póllandi, Rúmeníu, Tékklandi, Slóvakíu og Tyrklandi. EM verður þar af leiðandi í fyrsta sinn haldið í fimm löndum á sama tíma.

Upphaflega stóð til að mótið færi fram í Rússlandi en eftir innrás Rússa í Úkraínu var mótahaldið tekið af Rússum og auglýst eftir þjóðum til að halda mótið. Niðurstaðan var sú að allar þjóðirnar sem sýndu áhuga á mótahaldinu slógu saman.

Flokkur 1: Frakkland, Svíþjóð, Holland, Þýskaland, Svartfjallaland, Spánn.
Flokkur 2: Slóvenía, Króatía, Austurríki, Sviss, Serbía, Ísland.
Flokkur 3: Norður Makedónía, Úkraína, Portúgal, Ítalía, Grikkland, Kósovó.
Flokkur 4: Færeyjar, Finnland, Ísrael, Bosnía Herzegovína, Litáen, Belgía.

Fyrstu leikir í október

Fyrsta og önnur umferð undankeppninni verður leikin 15. – 19. október 2025, önnur umferð 4. – 8. mars 2026 og síðustu tvær umferðirnar verða leiknar frá 8. til 12. apríl 2026.

Auk Póllands, Rúmeníu, Tékklands, Slóvakíu og Tyrklands fá þrjár efstu þjóðirnar frá EM 2024; Noregur, Danmörk og Ungverjaland, sjálfkrafa þátttökurétt í lokamótinu og komast þar með hjá undankeppninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -