Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, verður í riðli með ríkjandi Evrópumeisturum Þjóðverja á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Porto í Portúgal frá 7. til 17. júlí í sumar. Dregið var fyrir hádegið og hafnaði íslenska landsliðið í D-riðli en auk Þjóðverja verða andstæðingar Íslands landslið Ítalíu og Serbíu.
Íslenska landsliðið var í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var. Gestgjafarnir, Portúgal, fengu að velja sér riðil.
A-riðill: Spánn, Portúgal, Noregur, Pólland.
B-riðill: Slóvenía, Danmörk, Ungverjaland, Færeyjar.
C-riðill: Króatía, Svíþjóð, Frakkland, Svartfjallaland.
D-riðill: Þýskaland, Ísland, Ítalía, Serbía.
Tvö efstu lið hvers riðils leika um átta efstu sæti mótsins.
Íslenska landsliðið hafnaði í áttunda sæti á EM U19 ára landsliða sem fram fór í Króatíu í ágúst.
Arnór Atlason er þjálfari danska landsliðsins í þessum aldursflokki. Danir verða í B-riðli.
Þjóðverjar unnu Króata með yfirburðum í úrslitaleik EM U19 ára landsliða á síðasta sumri, 34:20.
𝗗𝗥𝗔𝗪 𝗙𝗢𝗥 𝗠𝟮𝟬 𝗘𝗛𝗙 𝗘𝗨𝗥𝗢 𝟮𝟬𝟮𝟮 𝗛𝗘𝗟𝗗 𝗜𝗡 𝗚𝗢𝗡𝗗𝗢𝗠𝗔𝗥 🇵🇹
— Home of Handball (@HomeofHandball) February 18, 2022
The 1️⃣6️⃣ nations set to contest the M20 EHF EURO 2022 in Portugal in July learned their preliminary round opponents on Friday afternoon
Draw review 📝: https://t.co/9qRzBEWPfz pic.twitter.com/3wGjJSEMFh