Í morgun var dregið í tvo riðla Opna Evrópumóts 19 ára landsliða karla sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð frá 30. júní til 4. júlí. Íslenska landsliðið tekur þátt. Liðið var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var og hafnaði í A-riðli ásamt Spáni, Póllandi, Litáen, Eistlandi og Egyptalandi sem er gestalið á mótinu sem haldið er samhliða hinu árlega Partille Cup-móti.
Opna Evrópumótið verður kærkominn undirbúningur fyrir heimsmeistaramót 19 ára landsliða karla sem haldið verður í Kaíró í Egyptlandi í ágúst.
Riðlaskipting:
A-riðill: Ísland, Spánn, Pólland, Litáen, Eistland, Egyptaland.
B-riðill: Svíþjóð, Króatía, Færeyjar, Holland, Finnland.
Heimir og Maksim hafa valið þá sem fara á HM í Egyptalandi
Upptöku af drættinum eða finna hér fyrir neðan: