Dregið verður í riðla lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Hertogenbosch í Hollandi fimmtudaginn 22. maí. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og tekur sæti í þriðja styrkleikaflokki af fjórum. Það þýðir að liðið mun dragast á móti einu liði úr hverjum hinna flokkana þriggja. Styrkleikaflokkarnir hafa nú verið birtir.
Króatíska landsliðið er í fjórða styrkleikaflokki, sem annað af þeim liðum sem fékk boðskort á mótið ásamt Kína. Víst er að flestir munu vilja forðast að dragast í riðil með Króatíu sem hefur á að skipa öflugasta liðinu í fjórða flokknum. Alla jafna eru veikustu liðin í neðsta flokknum.
Heimsmeistaramótið verður haldið í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember.
Styrkleikaflokkar:
1. flokkur: Frakkland, Noregur, Danmörk, Ungverjaland, Svíþjóð, Holland, Þýskaland, Svartfjallaland.
2. flokkur: Pólland, Brasilía, Serbía, Rúmenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Angóla.
3. flokkur: Tékkland, Japan, Senegal, Ísland, Argentína, Færeyjar, Suður Kórea, Túnis.
4. flokkur: Egyptaland, Úrúgvæ, Kasakstan, Paragvæ, Íran, Kúba, Kína, Króatía.
Ísland var í fjórða flokki áður en dregið var fyrir HM kvenna 2023 enda annað liðið sem fékk boð um þátttöku eins og Króatía og Kína að þessu sinni.
Leikstaðir og leikdagar:
A-riðill: Rotterdam (27., 29. nóv., 1. des).
B-riðill: Hertogenbosch (27., 29. nóv., 1. des).
C-riðill: Stuttgart (26., 28. og 30. nóv).
D-riðill: Trier (26., 28. og 30. nóv).
E-riðill: Rotterdam (28., 30. nóv., 2. des).
F-riðill: Hertogenbosch (28., 30. nóv., 2. des).
G-riðill: Stuttgart (27., 29. nóv., 1. des).
H-riðill: Trier (27., 29. nóv., 1. des).
- Þrjú efstu liðin komast áfram í fjóra milliriðla sem leiknir verða í Dortmund og Rotterdam frá 2. til 8. desember.
- Neðsta lið hvers riðils tekur þátt í keppninni um forsetabikarinn, sæti 25 til 32. Leikirnir fara fram í Hertogenbosch 4. til 10. desember.
Þegar hefur verið raðað niður í riðla úr efsta styrkleikaflokki auk þess sem Færeyingar, úr 3. flokki, voru settir í D-riðil í Trier í Þýskalandi:
Styrkl.fl.: | A-riðill: | B-riðill: |
1. | Danmörk | Ungv.land |
2. | ||
3. | ||
4. | ||
C-riðill: | D-riðill: | |
1. | Þýskaland | Svartfj.land |
2. | ||
3. | Færeyjar | |
4. | ||
E-riðill: | F-riðill: | |
1. | Holland | Frakkland |
2. | ||
3. | ||
4. | ||
G-riðill: | H-riðill: | |
1. | Svíþjóð | Noregur |
2. | ||
3. | ||
4. |