- Auglýsing -

Ísland leikur til úrslita á Opna EM í Gautaborg

- Auglýsing -


Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, leikur til úrslita á Opna Evrópumótinu gegn Spánverjum á morgun. Íslensku piltarnir unnu Króata í undanúrslitum í kvöld, 32:30, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Króatar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins.


Íslenska liðið mætir liði Spánar í úrslitaleiknum. Spánn lagði Svíþjóð, 36:23, í hinni viðureign undanúrslita. Lið Íslands og Spánar áttust við í riðlakeppni mótsins á mánudaginn. Spánn hafði betur í jöfnum leik, 19:17.

Daníel Montoro, Marel Baldvinsson, Hrafn Þorbjarnarson, Sigurjón Bragi Atlason, Jens Sigurðarson og Dagur Leó Fannarsson. Ljósmynd/MKJ

Úrslitaleikurinn á morgun fer fram í Scandivanium íþróttahöllinni í Gautaborg en fram til þessa hefur verið leikið í Valhalla, mun minni keppnishöll.

Garðar Ingi Sindrason og Dagur Árni Heimisson í leiknum við Króata. Ljósmynd/Guðmundur Svansson

Íslenska liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda í leiknum við Króata sem ekki höfðu tapað leik þangað til að viðureigninni kom. Króötum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk hvað eftir annað í síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki gegn vel skipulögðu leik íslenska liðsins.

Bessi Teitsson á auðum sjó í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Svansson.

Mörk Íslands: Andri Erlingsson 6, Garðar Ingi Sindrason 5, Dagur Árni Heimisson 5, Jens Bragi Bergþórsson 5, Ágúst Guðmundsson 3, Marel Baldvinsson 2, Daníel Montoro 2, Elís Þór Aðalsteinsson 2, Dagur Léo Fannarsson 1, Bessi Teitsson 1.

Varin skot: Jens Sigurðarson 16 – Jens var allan leikinn í markinu.

Daníel Montoro sendir boltann á Jens Braga Bergþórsson línummann. Ljósmynd/Guðmundur Svansson

Yngri landslið – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -