- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland mætir Georgíu í fyrsta sinn – dregið í riðla undankeppni EM 2026

Snorri Steinn Guðjónsson sér fram á fjölbreytta mótherja í undankeppni EM 2026. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla er í riðli með landsliðum Grikklands, Bosníu og Georgíu í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla 2026. Dregið var í riðla undankeppninnar Kaupmannahöfn í dag. Leikir Íslands og Georgíu verða þeir fyrstu á milli A-landsliða þjóðanna í handknattleik karla.

Undankeppnin hefst í byrjun nóvember á þessu ári og lýkur í maí á næsta ári. Leikjaniðurröðun liggur fyrir á næstu dögum en leikdaga er hægt að sjá neðst í þessari frétt.

Tvö lið komast áfram úr hverjum riðli í lokakeppnina sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026. Einnig fara fjögur bestu liðin úr þriðja sæti áfram í lokakeppnina.

Riðlaskiptingin:

1. riðill:2. riðill:
SlóveníaUngverjaland
N-MakedóníaSvartfjallaland
LitáenSlóvakía
EistlandFinnland
3. riðill:4. riðill:
ÍslandSpánn
GrikklandSerbía
BosníaÍtalía
GeorgíaLettland
5. riðill:6. riðill
KróatíaHolland
TékklandFæreyjar
BelgíaÚkraína
LúxemborgKósovó
7. riðill:8. riðill:
ÞýskalandPortúgal
AusturríkiPólland
SvissRúmenía
TyrklandÍsrael

Leikdagar:
1. umferð: 6. og 7. nóvember 2024.
2. umferð: 9. og 10. nóvember 2024.
3. umferð: 12. og 13. mars 2025.
4. umferð: 15. og 16. mars 2025.
5. umferð: 7. og 8. maí 2025.
6. umferð: 11. maí 2025.

Danir, Norðmenn, Svíar auk Evrópumeistara Frakka sátu hjá þegar dregið var í riðla undankeppninnar.

Leikstaðir EM 2026 verða: Ósló, Malmö, Kristianstad og Herning.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -